Ég leigði mér þessa mynd í gærkveldi og það rann upp fyrir mér hve vel þessi mynd er gerð.Ég er að tala um Biloxi Blues.Myndina gerði Mike Nichols eftir leikriti Neil Simons og fjallar hún um New Yorkerinn Eugene Morris Jerome sem er kvaddur í herinn og raunir hans í herþjálfun í Missisippi.Þótt myndin sé andskoti fyndin á köflum sýnir hún líka aumu hliðar mannsins og ömurð.Matthew Broderick er mjög góður í þessu hlutverki og skilar sínu vel.Nú leikur Christopher Walken auk þess í myndinni og er hann undursamlegur sem sgt.Toomey.Annars leika flestir eða allir vel í myndinni.

Með hlutverk Jerome fer enginn annar en Ferris Bueller sjálfur Matthew Broderick sem er fínn leikari þótt hann hafi nú leikið í hörmulegum myndum svo sem Godzilla og Inspector Gadget,og vil ég nú bara segja að hann hafi eyðilagt feril sinn með Inspector Gadget.En meistarastykkin hans eru auðvitað Glory ,Election og Ferris Bueller´s day off.Margir vilja nú segja að Matthew hafi verið lélegur sem Robert G. Shaw í Glory en mér fannst hann leika fullkomlega og er myndin með þeim betri sem maður hefur séð.Auk þess í Election,sem er virkilega fín mynd,var hann mjög góður.Eins og ég minntist á hérna áðan fer Christopher Walken með stórt hlutverk í myndinni.Hann er nú einn af þessum leikurum sem klikka sjaldnast eða aldrei og helstu myndir hans eru Deer Hunter,Pulp Fiction,True Romance ,Sleepy Hollow ,King Of New York ,The Anderson Tapes,Suicide Kings ,Antz og margar fleiri.Deer Hunter stenfur nú upp úr og er það virkilega góð mynd og rússneska rúllettan í þeirri mynd er nú margfræg enda magnað atriði. Aðrir leikarir í myndinni eru svosem Casey Siemaszko sem fer með hlutverk írans Don Carney, Matt Mulhern er ógleymanlegur sem villidýrið Wykowski. Corey Parker leikur Arnold Epstein, mannvitsbrekka og aumingi sem fer sínar eigin leiðir.

Leikstjórinn er rússneskættaður þjóðverji að nafni Mike Nichols.Nichols þessi hefur nú gert ágætar myndir svo sem Wolf, Catch-22, What planet ar you from ,The Birdcage ,Primary Colors , Working Girl.En hann er nú sennilega frægastur fyrir The Graduate með Dustin Hoffman og Anne Bancroft.Hún ku vera góð.En finnst mér nú Primary Colors vera hans besta mynd.

Já Biloxi Blues er hin besta skemmtun og virkilega fyndin en auk þess vel gerð og sniðug feel good mynd.

Sgt.Toomey:Wykowski!, you would need three promotions to be an asshole.
__________

Sergeant Toomey: Hey, Fred Astaire, you tryin' to tell me something?
Arnold Epstein: I have to go to the bathroom, sergeant.
Sergeant Toomey: You can't do that. We don't have “bathrooms” in the Army.
Arnold Epstein: They had them at Fort Dix.
Sergeant Toomey: Not bathrooms, they didn't
Arnold Epstein: Yes, they did. I went in them a lot.
Sergeant Toomey: I'm tellin' you, we don't have any “bathrooms” on this base. Do you doubt my veracity?
Arnold Epstein: No, sergeant.
Sergeant Toomey: Then you've got a problem, don't you Epstein?
Arnold Epstein: Ho ho.
Sergeant Toomey: You bet your ass ho ho. You know why you've got a problem?
Arnold Epstein: Because I've got to go real bad.
Sergeant Toomey: No, son. You've got a problem because you don't know Army terminology. The place where a U.S. soldier goes to defecate, relieve himself, open his bowel, shit, fart, dump, crap, and unload, is called the latrine. The la-trine, from the
French.

KURSK