Legally Blonde Ég skrapp á kvikmyndina Legally Blonde í Smárabíó í gær. Ég var á báðum áttum um hve góð myndin mundi verði en vonaði að sjálfsögðu að hún yrði góð!

Myndin fjallar um ljóskuna, Elle Woods (Reese Witherspoon) sem er í skóla í Los Angeles með tísku sem aðalfag. Hún er með mjög háar einkunnir í fögunum sem hún tekur en þau tengjast flest öll útliti. Dag einn býður kærastinn hennar Warner (Matthew Davis) henni æut að borða á fínan veitingastað. Elle og allar vinkonur hennar eru handvissar um að hann ætli að biðja hennar og Elle er rosalega spennt. Warner hins vegar segir henni upp því hann segir að sem framtíðar lögfræðingur þurfi hann meiri alvörugefna kærustu. Elle tekur þessu mjög illa því hún elskar Warner enn!!! Nokkrum dögum seinna sér hún mynd af bróðir Warners í tímariti og kærustu hans sem er laganemi í Harvard háskólanum. Þá leggur Elle sig alla fram við að komast inn í Harvard til að Warner vilji giftast sér. Hún kemst að lokum inn í hinn frábæra skóla, Harvard en byrjunin hennar þar verður mjög skrautleg. Hún kemst líka fljótlega að því að Warner hefur fengið sér nýja kærustu sem hann er trúlofaður. Kærastan hans, Vivian (Selma Blair) verður mikil óvinkona Elle til að byrja með og hatrið leynir sér ekki.

Ef ég væri stelpa hefði ég örugglega fílað þessa mynd meir en ég gerði. Myndin var þokkalega fyrirsjáanleg (eins og flestar myndir) en Resse Witherspoon lék helvíti vel. Fær 2 og hálfa stjörnu mínus einhvað smá…..**1/2-