Í sunnudagsblaðinu 30. des kom heilsíðuauglýsing um væntanlegar stórmyndir í bíó 2002. Við hverja mynd var umfjöllun um hana þótt þær hafa ekki verið sýndar bíó enn. Samkvæmt þessum umfjöllunum verður 2002 besta bíóár sögunnar.
Samtals voru auglýstar 20 myndir og allar fá þær frábæra dóma frá þessum tímaferðalangi sem skrifaði umfjallaninar. Þessar myndir verða sýndar í laugarás, stjörnu, regnboganum og smárabíó. En á næstu bls í mogganum var samskonar auglýsing frá sambíóunum en sambíóin vildu ekki borga tímaflakkarnum að fara á myndirnar sem þeir sína og gátu þeir því bara skrifað hverjir leika í hverri mynd
Hér koma brot úr hverri umföllun. allar frumsýningardagar eru í BNA

James Bond: Beyond the Ice= flottar Bond píur, næyr Aston Martin sportbíll og ægileg áhættuatriði einkenna þessa nýju bond mynd sem er hlaðin ævintýralegri spennu og glæsileika. 22 Nov

Star wars episode II: Þessi mynd verður enn vinsælli því Lucas lofar betri mynd! (gott að vita það)16 maí

Men in Black2: tvöfalt betri en fyrri myndin, stútfull af gríni, geggjuðum geimverum og pottþéttri tónlist. 3 júli

LOTR the two towers: einstök upplifun. tæplega ár í hana

austin powers:goldmember= austin hefur aldrei verið betri. meyers fer á kostum. Þetta ER fyndnasta mynd ársins 2002. 26. júli

Spiderman:ótrúleg stórmynd. allir eiga að búa sig vel undir svölustu ofurhetjuna. 3 maí

Road to perdition: stórkostleg glæpamynd

Windtalkers: Frábær stríðsmynd

Ice Age: Bráðskemmtileg teiknimynd

K-19:the widowmaker= Rafmagnaður spennitryllir

Minority report: æsispennandi vísindatryllir

Stúart litli:fjölskyldumynd eins og þær gerast bestar

panic room: einn magnaðast spennutryllir síðari ára. fær hárin til að rísa.

Blac hawk down: mögnuð sríðsmynd. stórkostleg kvikmynd

blade 2: blade er í ofsaham. mögnuð spenna , tæknibrellur og tónlist.

51st state: Samuel l. j. hefur aldrei verið svalari. fantaflottur spennitryllir

Reign og fire: ótrúleg spennumynd

dragonfly: magnþrungin spennumynd sem kemur á óvart

Kate and leopold: yndisleg rómanrísk gamanmynd (reyndar er byrjað að sýna hana í BNA)

We were the soldiers: tetta er eina myndin sem tímaflakkarinn sá ekki og eru engin lýsingarorð við þessa mynd.

Ég er mjög ánægður með að vita að allar þessar myndir verða frábærar og ég er sérstaklega ánægður með þessi bíó en Árni Samúels ætti að fara opna budduna og borga tímakallinum