The Good the Bad and the Ugly The Good the bad and the Ugly er með allra bestu vestri myndum sem ég hef séð!!! Clint Eastwood leikur í henni “The man with no name”, kallaður Blondie sem er örugglega coolaðasta persóna sem ég hef séð í bíómynd. Að sjálfsögðu er Clint “The Good”. Aðrir í titilhlutverkum eru: Angel Eyes (Lee van Cleef) semer “The Bad” og Tuco (Eli Wallach) sem er “The Ugly”. Myndinni leikstýrir Sergio Leone.

GREININ INNIHELDUR KANNSKI EINHVERN SMÁ SPOILER EN ÉG REYNDI AÐ HAFA HANN SEM MINNSTAN!!!!!


Í byrjun myndarinnar er Tuco eftirlýstur glæpamaður og stór fúlga er í fundarlaun fyrir að kom með hann á lögreglustöðina. Blondie grýpur þá gæsina, kemur með hann á stöðina og fær slatta af peningum. Svo þegar á að hengja Tuco skýtur hann á reipið og þar með sleppur Tuco. Þetta gerist tvisvar sinnum og í fyrra skiptið skiptir Blondie peningunum á milli þeirra en ekki í það seinna. Eftir þetta fara þeir 2 tvisvar saman í gegnum eyðimörkina saman. Í fyrra skiptið fer Blondie á hesti en lætur Tuco labba og öfugt í seinna skiptið. Í eyðimörkinni í seinna skiptið sér Tuco mann sem er að þrotum kominn. Maðurinn segir honum að 2 milljónir dollara séu faldir í einum kirkjugarði en Blondie fær að vita nafnið á gröfinni. Upp frá þessu fara Tuco og Blondie að ná í peninginn en Angel Eyes veit sitt hvað um þetta mál líka og reynir að vera á undan…………… ***1/2 /****