Nokkrar góðar skrýmslamyndir Sko, ég safna skrýmslamyndum með stórum skrýmslum, þessar bera af, í engri sérstakri röð:

Godzilla, king of the monsters.(1956)
Toho fyrirtækið Japanska framleiddi óteljandi skrímslamyndir, þetta er sú sem kom þeim á kortið.
Godzilla fletur út Tókíó eins og henni einni er lagið, rokk og ról!

King Kong(1933)
Ég trúði því ekki sjálfur að hún væri þetta gömul, algjör snilld þessi, besta mynd í heimi,sennilega.
Ég komst yfir tölvulitað eintak af henni og svei mér ef hún verður ekki bara meira sjarmerandi fyrir vikið þó að slíkt þykji guðlast í augum margra.

The mighty peking man(1977)
Ég setti þessa með af því að ég var svo montinn af að finna hana, þetta er semsagt Hong Kong King Kong (!!!)
Þær gerast ekki öllu súrari en þetta.
Evelyne Kraft sem leikur stóru (litlu) ást apans er óviðjafnanleg, í bikiníi alla myndina sem rétt nær yfir geirvörturnar hennar, í einu atriði dansar hún um með augljóslega dópað tígrisdýr á herðunum, snilld.

Gappa the triphibian monster(?)
Japönsk snilld, mér finnst þetta vera lang fyndnasta seinnitíma (1967-77) Godzillueftirlíkingin, og er hún greinilega ekki fyndin af ásetningi, mjög alvarleg mynd, þetta.
Svona eiga skrýmslamyndir að vera, ef þú hlærð ekki að þessari þá úrskurða ég þig látinn.

The valley of Gwangi(1969)
Bandaríkjamenn áttu stórsnillinginn Ray Harryhausen sem að bjó til ótrúlega skrýmslaeffekta í öllum myndum sem hann kom nálægt, hérna er semsagt kúrekamynd með risaeðlum (…ha?) Fyrri hlutinn gerist í kúrekasirkus(?) og er bara vondur en svo fara kúrekarnir inn í dal Gwangi og þá byrjar stuðið.

Mín reynsla er að meira að segja lélegar skrýmslamyndir geta verið góðar og með það að leiðarljósi hef ég keypt eða leigt allt sem ég finn, það er algjör undantekning að maður finni hreinlega leiðinlega skrímslamynd, eru þær þó til, þessar eru verstar.

The x from outer space
Godzilla(þessi ameríska)
War of the Gargantuas
King Kong lives
og sumar Toho Godzillumyndirnar eru ekki skemmtilegar heldur en margar eru það.

Segjum þetta gott í bili.
“This is a special news bulletin, Godzilla has invaded Tokyo..”
Elvis2
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.