Okey hér er topp 10 listi yfir lélegustu myndir sem ég hef séð (eða allavega sem ég man eftir núna)

1 - Spice World. Leikurinn í þessari hörmung er verri en leikurinn í S Club 7 sjónvarpsþáttunum!!! Ég hef aldrei séð annað eins og það ætti að banna svona ömurlegar myndir.

2 - “Honey I blew the Kid Up.” Ég skil ekki af hverju ég horfði á þessa mynd frá upphafi til enda þegar hún var sýnd í sjónvarpinu um daginn. Ég hafði áður horft á, “Honey I shrunk the Kids” sem er mjög nálægt því að fara inn á þennan lista.

3 - On Her Majesty´s Service. Það voru herfileg mistök að láta George Lazenby leika James Bond og ég skil vel að hann fékk ekki að leika hann oftar.

4 - Shriek if you know what I did last Friday the 13th. Scary Movie gerði grín að unglinga hrollvekjum, þessi mynd gerir grín að Scary Movie á heimskulegan og ófyndinn hátt. Mér stökk ekki bros á vör yfir þessu crappi.

5 - Deuce Bigalow: Male Gigolo. Rob Schneider hjálpar mikið til í hlutverki sínu að gera ömurlega bíómynd og einnig með því að skrifa handritið af þessari hræðilegu kvikmynd sem má brenna í h*lvíti!!!!

6 - Loser. Þeir sem hafa séð þessa mynd vita vel hvað ég er að tala um því ég þekki engann sem fannst þessi aulamynd góð. Jason Biggs átti Razzie verðlaun skilinn fyrir leik sinn í þessari “kvikmynd”.

7 - Wild Wild West. Okey ég hélt þessa mynd ekki út til enda því ég fór að kvíða meira og meira fyrir því að sjá smettið á Will Smith. Myndin fékk Razzie verðlaun árið 1999 og átti þau þokkalega skilin.

8 - A Knight´s Tale. Heimskuleg fornaldar steypa sem er fyrirsjáanleg frá A til Ö. Heath Ledger nær aldrei taki á persónunni sem hann leikur í myndinni (William Thathcer).

9 - Kevin and Perry go Large. Bresk grínmynd um 2 aula sem halda alltaf að þeir séu að láta eitthvað fyndið út úr sér en í raun er það aðeins leiðinlegur sori sem enginn hlær að.

10 - Bor Lei Jun. J-Chan mynd frá Hong Kong sem er með heimskulegum bardagaatriðum á hverri mínútu og tungumálið sem talaða er (kantonska) er það mest pirrandi við myndina svo ég hætti að horfa þegar myndin var rétt rúmlega hálfnuð.

kv. ari218