Ocean´s Eleven Ég skrapp á Ocean´s Eleven fyrir u.þ.b. þremur tímum ( 20.00 ), og verð ég að segja að myndin var óvænt helvíti góð og skemmtileg. Steven Soderbergh leikstýri hér her stórleikara í endurgerð af samnefndri mynd frá árinu 1960, sem skartaði m.a. Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. Eins og í frummyndinni vantar hér ekki leikara, George Clooney, Brad Pitt, Matt Damon, Don Cheadle, Julia Roberts, Andy Garcia, Bernie Mac, Carl Reiner, Casey Affleck og fleiri og fleiri koma hér öll saman og gera vel. Í stuttu máli fjallar myndin um náunga að nafni Daniel Ocean ( George Clooney ) sem er nýkomin úr fangelsi á skilorði fyrir þjófnað, og ekki lýður einu sinni sólarhringur þangað til hann byrjar að leggja á ráðin á næsta rán. Hann ætlar sér að ræna þrjú spilavíti í borg spilavítanna, Las Vegas á einu kvöldi, og í leið reynir hann að fá gamla unnustu sína ( Julia Roberts ) aftur. Hann fær í lið með sér 10 bíræfna náunga og meðal þeirra eru Rusty Ryan ( Brad Pitt ), spilamaður mikill, vasaþjófur að nafni Linus ( Matt Damon ), og sprengusérfræðinginn Basher Tarr ( Don Cheadle ). Með nokkrum öðrum ætla þeir sér að ræna 163 milljónu dala úr þremur spilavítum ( Bellagio, MGM Grand og The Mirage ) á meðan boxleik stendur sem hæst, annað þarf ekki að segja. Eins og allir áhorfendur taka eftir er myndin í allt öðrum stíl heldur en flestar mynd Soderberghs, enda vildi hann taka sér frí frá óskarsverðlaunamyndum á borð við Traffic og Erin Brockovich. Leikurinn er frábær og allir skila hlutverkum sínum eins og þeim er ætlað til, þó hún Julia Roberts hafi ekki verið að sýna neinn stjörnuleik. Leikstjórnin er góð enda er sjálfur Steven Soderbergh bakvið vélarnar, það eru holur í handritinu en það virkar þó ágætlega. Flest allt annað er fagmannlega unnið þannig að maður getur varla kvartað. Pottþétt og létt skemmtun sem allir ættu að geta haft gaman af!

***/****