Góða kvöldið -

Í dag fór ég í Kringluna, ég var að skipta hinum og þessum jólagjöfum, en þegar ég kom inn í Skífuna þá hreinlega blöskraði mér. DVD myndir voru dýrar fyrir, en það er búið að hækka þær enn meira. Ekki veit ég hvort að þetta sé tímabundin hækkun, sem stafar að útsölum, en það er ekki óalgengt að verslanir hækki vöruverð 1-2 vikum fyrir útsölur og gefa síðan afslátt sem jafngildir hækkuninni.

Hvað sem að því líður þá vorum við félagarnir ekki lengi að ákveða okkur um að strax eftir áramótin verður sótt um VISA kort. Þetta er ekki lengur spurning um verð, þetta er spurning um að láta Skífuna ekki taka okkur svona ósmurða í rassgatið.

Ég leyta því til þeirra sem reyndari eru í þessu en ég. Mig vantar fyrst og fremst upplýsingar um er hvaða kostnaður leggst við listaverðið. Einhver tollur hlýtur að vera á þessu, einhver virðisaukaskattur og fleira í þeim dúr. Er einhver hérna sem lumar á réttu formúlunni??

Mig langar að nefna dæmi um þetta sukk og svínarí sem ég í gangi í þessum bransa. Í Skífunni kostar Simpson sería nr. 1 kr. 5.999. Á Amazon kostar hún rétt um 3000. Það er ekki eðlilegt að afþreyjingarefni hækki svona þegar gengið á dollaranum virðist loks vera á niðurleið.