Indiana Jones and the Last Crusade Þar sem ég hef ekki sent inn grein í óratíma þá ákvað ég að senda inn grein um uppáhaldsmyndina mína, Indiana Jones and the Last Crusade.

Ár: 1989
Leikstjórn: Steven Spielberg
Handrit: George Lucas auk nokkurra annarra.
Tónlist: John Williams
Fyrirtæki: Lucasfilm & Paramount
Helstu hlutverk:
Harrison Ford - Indiana Jones
Sean Connery - Henry Jones
Denholm Elliot - Marcus Brody
John Rhys-Davies - Sallah
Alison Doody - Elsa Schneider

Myndin er sú þriðja í röðinni af 3, vonandi 4. Fyrsta hét Raiders of the Lost Ark, önnur hét Indiana Jones and the Temple of Doom og sú þriðja er þessi, Indiana Jones and the Last Crusade. Hún gerist ári á eftir Raiders of 2 árum á eftir Temple of Doom.

UM MYNDINA:
Indy fréttir að pabba sínum hafi verið rænt á meðen hann hefði verið að reyna að finna Gralbikarinn heilaga eða “The Holy Grail”. Indy fer að leita að honum og kemst að því að pabba hans er haldið föngnum af Nasistum í Brunwaldt kastalanum á landamærum Þýskalands og Austurríkis. Indy fer þangað ásamt Dr.Elsa Schneider, Ausurrískri ljósku. Í þessum kastala gerast flest snilldaratriði myndarinnar. Ég ætla ekki að lýsa þeim fyrir ykkur, þið verðið bara að horfa á myndina. En Indy og Pabbi hans komast undan og hitta Marcus og Sallah og fara, með Nasistana á hælunum að finna Bikarinn. Þá skapast skemmtileg atburðarrás og myndin endar vel.
Tónlistin, eftir John Williams, er mjög góð, þó að besta lagið í myndinni (á eftir Indylaginu auðvitað) sé ekki eftir hann. Það er marsinn Der Königgrätzer. Hann kemur þegar Nasistarnir marsera í Berlin, á meðan Indy fær eiginhandaráritun frá Adolf Hitler!!

****/****

Ástæðan fyrir því að þetta er uppáhaldsmyndin mín er líklegast brandararnir og Indy sjálfur. Og svo gæti það líka verið að ég hef mjög gaman af myndum sem fjalla um fornmuni og annað tengt því, eins og td. Indy myndirnar og Mummy myndirnar. En þessi mynd er mjög góð og ég mæli með því að þið sem hafið ekki séð hana fari á næstu videoleigu og leigi þessa mynd. Ekki samt fara í Hvammsval, það er ömurleg videoleiga. :)

J*O*N*S*I