Carrie Carrie


Leikstjóri: Brian De Palma
Handrit: Larry Cohen
Framleiðandi: Paul Monash
Lengd: 97
Ár: 1976

Gerð eftir: Carrie

Aðalhlutverk: Sissy Spacek
Piper Laurie
John Travolta

sbs: ***½
Roger Ebert: ***½
Leonard Maltin: **½


——————————————-

Carrie var fyrsta kvikmyndin sem var gerð eftir sögu Stephen Kings. Hún fjallar um Carrie White(Sissy Spacek) sem hefur þann hæfileika að hún getur látið hluti gerast sem aðrir geta ekki. Mamma hennar(Piper Laurie) er hálf geðbiluð og vill helst halda Carrie föngum í húsi sínu og vill alls ekki að Carrie sé blanda geði við annað fólk. Þegar haldinn er skóladansleikur(prom) í skólanum hennar ætla nokkrir(John Travolta, Amy Irving ofl.) að gera svoldið við hana sem er ekki hægt að segja nema skemma myndina fyrir þeim sem hafa ekki séð hana.

Myndin er mjög góð og er alveg klassísk hryllingsmynd. Leikurinn er mjög góður hjá Sissy og Piper en þau fengu báðar óskarstilnefningar fyrir leik sinn. Brian De Palma náði að leikstýra dansleiksatriðinu mjög vel og maður gleymir því ekkert eftir að maður hefur séð það.