The Shining The Shining

Leikstjóri: Stanley Kubrick
Handrit: Diane Johnson, Stanley Kubrick, Stephen King(unnið úr handritir og bók hans)
Framleiðandi: Jan Harlan
Lengd: 142
Ár: 1980

Gerð eftir: The Shining

Aðalhlutverk: Jack Nicholson, Shelley Duvall, Danny Lloyd, Scatman Crothers

sbs: ****
Roger Ebert: n/a
Leonard Maltin: **


——————————————-

Jack Torrance fær starf sem umsjónarmaður við stórt hótel yfir veturinn. Hann og fjölskyldan hans fara upp í hótelið og verða að vera þar yfir veturinn. En það er ekki allt eins og það sýnist með hótelið, það hefur langa sögu og margt er enn í hótelinu.

Myndin er pottþétt hryllingsmynd en þegar litið er á hana frá öðrum sjónarhornum þá tekur maður frekar eftir göllunum, það er voða lítið farið út í persónusköpun og persónurnar sýnast margar frekar flatar. Ég hef lesið að Stanley Kubrick hafi ekki verið skemtilegasti leikstjórinn til að vinna með því hann vildi hafa allan heiður útaf fyrir sig. Stephen King hafði t.d. skrifað handrit en Kubrick er sagður hafa neitað að lesa það. Það kom reyndar seinna í ljós að hann handritin voru mjög svipuð og að Kubrick hafi tekið meira úr King handritinu en hann hafði viðurkennt. Kvikmyndin er allt öðruvísi en bókin sem fer meira út í persónurnar og sögu hótelsins. Það sem maður tekur mest eftir að vanti eru trédýrin en þau voru víst í handritinu en var hætt við að hafa þau því það hefði kostað of mikið. En myndin er samt mjög góð og er með mínum uppáhalds kvikmyndum.