Ég semsagt safna Kungfu myndum og stór hluti af þeim er algjört rusl, þessar eru samt nokkuð góðar, í engri sérstakri röð:

The eight diagram pole fighter.
Leikstjórinn Lia Chia Liang gerði varla slæma mynd og er enn að, þessi er gömul og alveg brilliant.
Aðalleikarinn Fu Sheng lést á meðan á tökum stóð og einhvern veginn varð myndin dekkri fyrir vikið, nánast engir vírar eða kjaftæði, bara drullufærir slagsmálaberserkir í ham.

The one armed boxer.
Jimmy Wang Yu leikur í þessari og leikstýrir held ég, hann var bara svona meðalgóður martial artist en bætti það upp með miklu ofbeldi og furðulegheitum ýmiskonar.
Hérna missir hann annan handlegginn en lætur það ekkert stöðva sig, berst einhentur við ótrúlega andstæðinga, tildæmis Tíbetíska munka sem geta blásið sig upp! einmitt það.

Thundering mantis.
Ég er svolítið á báðum áttum með þessa, hér fer leikarinn Leung Kar Yan hamförum, er algjör vesalingur framanaf en lærir svo Mantis stílinn og drepur loks alla vondu kallana og reynir að éta þá! einmitt það…
Þessi væri mun betri ef að aðalleikarinn væri ekki svona goddamm ljótur og asnalegur, er hún þó flott samt.

Drive.
Modern day kung fu af bestu sort, hér er það hin guðlega vera Mark Dacascos sem sparkar í rassa eins og aldrei hefur sést áður.
Að mínu mati einhver flottustu slagsmálaatriði ever, sjáið þessa ef þið finnið hana einhversstaðar.

The Blade of fury
Hér eru vírar sbr fljúgandi fólk og það er líka hraðað upp atburðarásinni með því að taka myndina upp hægt en það fyrirgefst alveg í þessu tilfelli, snarvitlaus skylmingamynd og bara tóm hamingja.

Ókei, gott í bili, meira seinna kannski.
“I must practice my kung fu now..”
Elvis2
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.