Englar Alheimsins Að mínu mati er kvikmyndin, Englar Alheimsins LANGbesta íslenska kvikmynd sem gerð hefur verið!!!!! Hún er byggð á skáldssögu Einars Más Guðmundssonar og gefur henni alls ekkert eftir.

Myndin er saga um Pál sem er settur inn á klepp þegar er komist að því að hann er geðsjúkur. Hann varð geðsjúkur vegna þess að stúlka sem hann átti í ástarsambani við sagði honum upp. Á kleppinum kemst hann í kynni við Pál, Viktor og Óla Bítill en það verða bestu vinir hans á kleppnum. Viktor heldur mikið upp á Hitler en Óli heldur að hann hafi samið öll Bítlalögin og sent þau með hugskeytum. Uppáhaldsatriðið mitt í myndinni er tvímælalaust þegar þeir fara að borða á Hótel Sögu í leyfisleysi.

Ingvar E. Sigurðsson leikur Óla frábærlega og Hilmir Snær Guðnason, Baltastar Kormákur og Björn Jörundur eru einnig góðir í sínum hlutverkum. Leikstjóri myndarinnar er Friðrik Þór Friðriksson.

Englar Alheimsins var langaðsóknarmesta kvikmynd ársins, 2000 í kvkmyndahúsum á Íslandi.

***1/2 /****