Ég hef séð allar myndirnar sem hafa fengið Óskar sem
besta mynd síðan 1990. Mig langar núna að gera litla
grein um þær ásamt skoðun um öðrum myndum sem fengu
tilnefningu.

1990= Dances with Wolves. DWW er hræðilega leiðinleg og
langdregin mynd sem átti engan Óskar skilinn. Mér
fannst kvikmyndin, Goodfellas eiga það margfalt meira
skilið að fá þennan Óskar.

1991= The Silence of the Lambs. Þessi mynd er alger
snilld!!! Enginn önnur mynd sem var tilnefnd átti roð í
hana

1992= Unforgiven. Mjög góð mynd og allavega langbest af
þeim sem voru tilnefndar

1993= Schindler´s List. Mjög góð mynd en mér fannst The
Fugitive vera betri.

1994= Forrest Gump. Það voru 3 snilldarmyndir af 5 sem
voru tilnefndar þetta ár. Þessar myndir eru, Forrest
Gump, The Shawshank Redemption og Pulp Fiction. Mér var
nokkuð sama hver af þessum3 myndi vinna.

1995= Braveheart. Mel Gibson er frábær í þessari
snilld. Þetta ár var meira að segja barnamyndin Babe
tilnefnd sem besta myndin.

1996= The English Patient. Þessi mynd er bæði
langdregin og leiðinleg og átti þennan Óskar ekki
skilinn að mínu mati. Fargo hefði átt að vera besta
myndin þarna.

1997= Titanic= Hundleiðinleg mynd!!!!!!!!! Mér fannst
L.A Confidential skilið að vera besta myndin þarna í
staðinn fyrir þetta 3 tíma crap.

1998= Shakespeare in Love. Mér fannst þessi mynd sucka
feitt!!!!! Og ég varð ógeslega fúll þegar þessi mynd
var tekin fram yfir Saving Private Ryan og Life is
Beautiful.

1999= American Beauty= Þessi mynd er snilld og ekkert
annað. Ein besta mynd sem ég hef séð. The Green Mile
var líka tilnefnd þetta ár en AB var aðeins betri.

2000= Gladiator. Gladiator er frábær mynd sem átti
Óskarinn fyllilega skilinn. Traffic var hinsvegar líka
alger snilld.

Það sést í greininni að ég skiptist nokkurn veginn á að
segja góð mynd og leiðileg mynd en þetta er aðeins mín
skoðun. Þið megið gjarnan segja ykkar skoðun en
sleppiði því að dissa mig marr!!!!

jólakveðja ari218