Eftir að hafa horft á myndina “Turbulence” á Skjá
einum í gær ákváð ég að skrifa hér smá grein um
flugslysamyndir, því þær eru nú allar svo
stórskemmtilegar!
Þar sem ég hef séð aðeins 4-5 þannig myndir er ég
sennilegast enginn sérfræðingur í flugslysamyndum, en
ég held ég geti samt tekið saman nokkur atriði.
Myndirnar snúast um eina flugferð, og er vettvangurinn
þar af leiðandi flugvél og oft líka einhver flugturn.
Aðalplottið er:
1. einhver að ræna flugvélinni
2. sprengja um borð
3. óveður
4. eitthvað annað furðulegt að gerast
Í kringum þetta fléttast svo t.d. persónuleg vandamál
áhafnarinnar,
einhver er á leiðinni í brúðkaup dóttur sinnar, maður
gleymdi að segja konu að hann elskaði hana, einhver er
að missa af mikilvægum fundi o.s.frv.
Þegar uppgötvast hvað sé að gerast verða einhverjar
stympingar alltaf um borð, vélin fer að hristast
hættulega, strákur og stelpa sem sitja hliðiná hvort
öðru fara að haldast í hendur og verða ástfangin,
einhver deyr. Einhver dugnaðarsamur
(flugmaður/áhafnarmeðlimur/farþegi) tekur stjórnina í
sínar hendur. Einhver í flugturninum hjálpar hetjunni
að lenda bjarga vélinni, allt mistekts sem getur
mistekist en samt lendir vélin einhvern veginn og þeir
sem björguðust hoppa út í fang sjúkrabíla. Og einhver
segir fyndna endalínu.
Þetta er í heild plott allra alvöru flugslysamynda, sem
eru afbragðsskemmtun og að mínu mati skemmtilegastar
B-mynda. Mæli samt ekki með þeim ef flugferð er í
nánd!