Good Burger Vanalega er fjallað um góðar myndir en núna ætla ég aðeins að fara hina leiðina og tala um eina verstu mynd sem ég hef nokkurn tímann séð, Good Burger.

Á coverinu stendur að hún fái 4 stjörnur sem mér finnst alveg óskiljanlegt, og svo stendur smá ummæli frá þeim sem gaf þessa einkun, “A Very Funny Movie”.

Það sem ég man eftir (því miður) af myndinni var það að á litlum hamborgarastað, Good Burger, vinna nokkrir vinir, þar til einn bætist við í hópinn, Dexter Reed. Ástæða fyrir því er að hann rústaði bíl frænda síns eða mömmu eða eitthvers. Og hann heldur að hann geti unnið fyrir viðgerðum með heilu sumari á þessum hamborgarastað.
Aðalpersóna myndarinn er Ed, mjög mjög treggáfaður gaur. Saman verða þeir “bestu” vinir og lenda í ýmsum “ævintýrum”.

En svo bætist við samkeppnisaðili sem líta úteins og menn í geimverufötum og með allskonar tilfæringar.. á hamborgarastað, ég meina það.
Náttúrlega færast öll “viðskipti” við Good Burger yfir á þennan stað.
En þá finnur einn vinnuaðilanna á Good Burger uppá kokteilsósu sem er yfirnáttúrulega góð.
Þá reynir nú samkeppnisaðilinn að stela uppskriftinni og þá verða þeir að bjarga sósunni frá þeim.

Myndin er ótrúlega illa leikin, sérstaklega af Ed. Ég hef ekki séð verri leik á ævinni, handritið er alveg hörmulegt og myndin sjálf er ömurleg. Og í einu atriðinu eru þeir komnir á geðveikrahæli.

Ég hef henni 1/2 / 4 stjörnum. Ástæðan fyrir því er að ofurgellan, Carmen Electra, birtist í einu atriði.