Enn og aftur gleymist ein af mínum uppáhaldsmyndum í grein hérna fyrir neðan um James Bond, en það er James Bond myndin Casino Royale, Þetta er allveg stórskemmtileg grínmynd gerð árið 1967.

Sagan fjallar um að James Bond frægasti njósnari breta er lagðstur í helgan stein og vill bara slappa af, en breska leyniþjónustan hefur ákveðið að halda uppi nafni bonds með að láta nýja spæjara taka upp nafnið.

Málin flækjast hinsvegar er Smersh fara að taka til málanna og inn flækjast James Bond, óskilgetna dóttir hans og Evelyn Tremble hinn nýji Bond. einn leikari sem vert er að taka eftir er Woody Allen sem leikur frænda Bond, Jimmy Bond. aka Dr. Noah.

Þessi mynd er búinn að vera grýtt af mörgum. Þetta er hin týpíska mynd sem þú annað hvort hatar út af lífinu eða elskar.

Eitt frekar stórtækt við þessa mynd er það að 5 leikstjórar voru við hana. Þeir Val Guest, Ken Hughes, John Huston, Joseph McGrath og Robert Parrish. Tónlistin í myndinni er eitthvað sem margir dýrka utan myndarinnar. En hún var að mestöllu gerð af Burt Bacharach og Dusty Springfield.

***1/2 af *****
Ágætis skemmtun en soldið "skrítin á köflum
————————-