Aliens Vs. Predator 2 Já, ég fór á frumsýninguna á nýjustu myndina í skrýmslabransanum, mynd sem ég hef beðið eftir lengi, mynd þeirra Strause bræðra, Aliens Vs. Predator 2, sem er jafnramt þeirra fyrsta kvikmynd. Hún kom út í Bandaríkjunum þann 25. des en kom víst í gær hér í Evrópu. Handritið er skrifað af Dan O'Bannon og í helstu hlutverkum eru Steven Pasquale, Reiko Alesworth og John Ortiz.

Myndin hefst nákvæmlega þar sem AVP endaði, predatorarnir hafa náð í dáinn félaga sinn á suðurskautinu og eru á leið útí geiminn þegar afar sérkennileg vera brýst út úr hinum dauða predator, svokölluð Predalien, og þar getur hún byrjað að fjölga sér á laun og eru predatorarnir í skipinu fljótt drepnir og endar með því að skipið brotlendir í litlum smábæ í Colorado.
þegar Aliens komast úr geymskipinu virðist ekkert bíða borgarbúa annað en rauður dauðinn en um leið er aðeins einn predator sendur frá heimalandi sínu til jarðar með það verkefni að þurrka út allt sem við kemur honum og hans heimum og er þá liggur spennandi bardagi framundan.

Myndin er einstaklega ólangdreginn, eiginlega um of vægast sagt. Atriðin eru hröð og svo allt í einu er myndin búin, bardagasenurnar stuttar en margar í staðinn. Einstaklega hröð mynd.
Mannsagan í þessari mynd er svo frekar óáhugaverð, fjallar um nokkur ungmenni sem slást um eldheita gellu, enda varla við öðru að búast, þar sem aðeins er búinn til slappur söguþráður sem bakrunnue fyrir hinn mikla bardaga.
Leikarar allir eru lítt þekktir í þessari mynd enda er hún vægast sagt hlægilega leikin og handritið er einnig fremur slappt, eitt mega þeir Strause bræður eiga sem þeir gerður gott í myndinni, það voru sviðsmyndirnar, þær komu oft ansi vel út, tekið yfir sórt landslag ofl.
Ég var líka nokkuð sáttur með nýju veruna, PredAlien, sem er nokkurskonar aðalvillain sögunnar, er vera sem hefur krafta frá báðum ófreskjunum, er líkamlega vaxin eins og predator en hefur síðan tunguna, oddinn og sýrublóð frá alien.
Predatorinn í þessari mynd er líka svolítið frábrugðinn en það á góðann hátt, maður sér það augljóslega að þessi er iðinn og tekur að sér svona verk, gríma hans er rispuð og hefur oft verið callout af Strause bræðrum “hreinsarinn” þar sem það er helsta hlutverk hans í myndinni. Svo var einnig flott hjá þeim að hafa myndina R rated sem eyrir meira gore, sem var svo sannarlega í þessari mynd, það hýfði hana líka vel upp.

Ég get ekki sagt að þessi mynd hafi verið mjög góð, heldur frekar vonbrigði, þó var hún betri en AVP aðeins vegna skrímslanna, Strause bræðurnir hafa breytt þessari fáránlegu þróun Paul W.S Anderson til baka og þarna sér maður þá raunverulegu alien og predator, predatorinn er aftur með sín gömlu og flottu vopn en ekki þessi ýktu sem voru í AVP, einnig koma nokkur ný vopn fram sem kom að mínu mati mjög vel út. Svo fannst mér einnig flott hjá leikstjórunum að halda staðreyndunum um predator inn sem komu svo vel fram í predator 1 og 2.
Aliens finnst mér líka flott gerðar hjá þeim, þeir hafa ákveðið halda verki James Cameron áfram og gerðu eins aliens eins og hann var með í sinni mynd árið 1986, Aliens, þó það mætti vel segja að þessar venjulegu “aliens“ eru í mun minna hlutverki í þessari mynd, þar sem anal andstæðingurinn er hin nýja predalien.

Eitt það versta við þessa mynd er hvað lýsingin er léleg, maður tekur eftir því frá byrjun myndarinnar, bardagarnir eru allir mjög góðir, nema Strause bræðurnir eyðileggja þá með þessari lélegu lýsingu, þe. Maður sér varla hvað gerist í bardögunum.
Svo eru tæknibrellur myndarinnar bara ekki á öllum stöðum nógu góðar, sem sést á sumum stöðum mjög greinilega að það er hreinlega fyndið.

Niðurstaða greinarinnar finnst mér sú að þessi mynd var ekki alveg nógu góð, að vísu skref upp á við frá AVP en það dugir greinilega ekki alveg til, það eina sem gerir eitthvað varið í þessa mynd eru skrímslin sem myndin á í raun að fjalla bara um.
Þessi mynd einkennist af flottum karakterum, lélegum leik, slöppu handriti og slæmri lýsingu, ef litið er framhjá þessu öllu(sem er erfitt) þá kemur flott hasarmynd út með góðum bardögum, þessi mynd er vel þess virði að sjá og hefur gott skemmtanagildi en mun seint flokkast sem “góð” bíómynd.

***/*****