Mér datt í hug að gera “smá” grein um J.B. hér á Huga, því eftir því sem ég best veit hefur ekki verið gerð grein um þessa hugsanlega frægustu bíómyndapersónu allra tíma.
James Bond myndirnar eru spennu/gaman myndir, yfirleitt gerðar eftir sögum Ian Flemming, en þó ekki alltaf. Myndirnar fjalla um ævintýri útsendara Bresku leyniþjónustunnar, sem heitir (you guessed right) James Bond. Oftar en ekki þarf hann að bjarga heiminum og oft gerir hann það með hjálp “Bondstúlku” (flestar fallegar þó ekki allar:-), Bond sefur venjulega hjá a.m.k. 3 fegurðardísum í hverri myn )Hann fær oft flott tæki hjá yfirmanni tæknideildar: Q, en bossinn hans heitir M. Ritari M heitir Moneypenny og Bond daðrar oft við hana.
Þetta er svona basic Bond “formúlan”, sem hefur verið notuð í nær öllum Bond myndunum, sem eru 19 talsins. 5 leikarar hafa leikið Bond, en þetta er minn listi yfir þá

Í tímaröð:
Sean Connery
George Lazenby
Roger Moore
Timothy Dalton
Pierce Brosnan

Eftir getu: (hver er besti Bondinn)
1. Sean Connery
2-3. George Lazenby
Pierce Brosnan
4. Roger Moore
5. Timothy Dalton

Ég ætla að ljúka þessari grein með gagnrýni á myndirnar 19.

Dr. No:

Vel gerð og leikstýrð, en vantar samt Bond neistann og Sean Connery ekki búinn að móta hlutverkið jafnvel og það sem kom á eftir.
***1/2 af *****

From Russia with love:
1963
Frábær Bond mynd, ein af þeim bestu, vel leikstýrð, gott handrit, og Sean Connery er orðinn hinn eini sanni Bond
****1/2

Goldfinger:
1964
Snilld, snilld, snilld, ef ég mætti velja eina Bond mynd til að fara með á eyðieyju þá myndi ég velja þessa. Enough said.
*****

Thunderball:
1965
Góð en nær samt ekki að fylgja Goldfinger eftir, tímamótamynd í neðansjávarsenum.
***1/2

You only live twice:
1967
Ágæt, en það sést greinilega að Sean Connery hefur litinn áhuga á hlutverkinu. Auk þess er hún mjög klisjukennd.
***

On her majesty's secret service:
1969
Ein vanmetnasta mynd allra tíma, ef einhver segir við þig að hún sé hörmung, ekki hlusta á hann og leigðu hana. George Lazenby er virkilega góður sem Bond. Auk þess er handritið frábært. Ekki skemmir fyrir að þessi mynd er grundvöllur allra skíðaatriðana sem komu seinna meir í Bond myndum og urðu jafnvel að klisjum. Hérna er þetta truly original.
****1/2

Diamonds are forever:

Sean Connery kemur með comeback sem Bond í Stórskemmtilegri Las Vegas mynd, sem hefur þó að geyma frekar flóknan og asnalegan söguþráð, og Blofeld er orðinn svolítið þreyttur sem vondi kallinn. (go Tanni!)
****

Live and let die:
1973
Fyrsta Bond myndin þar sem Roger Moore leikur Bond, en í stað þess að vera Bond mynd þá verður hún hálf B-myndaleg, funky, amerísk, eiturlyfja-spennumynd, samt ágætis afþreying.
***

The man with the Golden gun:
1974
Mjög óvenjuleg Bond mynd, Moore ekki enn búinn að móta hlutverkið sitt. Ég er ekki alveg búinn að mynda mér skoðun á þessari.
***

The spy who loved me:
1977
Að minu mati skemmtilegasta Bond myndin, en hér er Moore upp á sitt besta sem njósnari hennar hátignar. And of course there's Jaws “grin”.
****1/2

Monnraker:
1979
Þessi mynd heldur áfram þar sem The spy who loved me skildi við, abragðs skemmtun, en frekar þunn og klisjukennd. Hún verður jafnvel svolítið silly á köflum (James Bond í geimnum ?!?)
***

For your eyes only:
1981
Ágætis skemmtun, en ekkert sérstakt heldur. Bara enn ein Bond myndin, þó meikar meira sense en Monnraker. Nokkur flott atriði, en mikið af klisjum.
***

Octopussy:
1983
Þrátt fyrir að innihalda mikið af góðm atriðum, þá nær myndin sær aldrei á flug sem ein heild, og Moore er orðinn frekar þreyttur sem Bond.
**1/2

A view to a kill:
1985
Ein af verstu Bond myndunum (so eighties). Byrjunaratriðið sem var tekið á Íslandi var samt frekar flott. Moore hefði með góðri samvisku getað sleppt þessari mynd.
**1/2

Living daylights:
1987
Fyrsta mynd Timothy Dalton, er frekar góð Kalda stríðs spennumynd með nokkrum góðum atriðum.
***1/2

A License to kill
1989
Þetta er öðruvísi Bond mynd, mjög violent, og ef Timothy Dalton væri ekki þarna, gæti þetta verið enn ein Van-Damme B-myndin fyrir mér. Samt ágætis afþreying.

***

Goldeneye
1995
Fyrsta Bond myndin þar sem Pierce Brosnan leikur í. Brosnan stendur sig vel. Góður Spennnutryllir, gott handrit.
****

Tomorrow nevar dies
1997
Önnur Bond myndin með P.B. Ekki eins góð og Goldeney, en á sína spretti. Að mínu mati slökust af Pierce Bronsan Bond myndunum.
***

The world is not enough

Nýasta Bondmyndin, lélegt handrit, en bætir það upp með ágtætri frammistöðu Brosnan og nokkrum virkilega flottum atriðum, sumum original, önnur ekki.
Því meira sem maður lærir, því minna veit maður