Nexus forsýnir Cloverfield! Nexus forsýnir stórmyndina Cloverfield fimmtudaginn 17. janúar í Laugarásbíó klukkan 22:00! Myndin verður sýnd án hlés og með engum texta.

Cloverfield er sýnd einum degi á undan sýningum í Bandaríkjunum, og heilum 8 dögum á undan almennum sýningum hérlendis, sem hefjast þann 25. janúar.

Cloverfield kemur úr framleiðslu J.J. Abrams og þótt mikil leynd ríki með hana er ljóst að hún fjallar um risastórt skrímsli sem ræðst á New York-borg. Myndin er öll tekin upp með höndunum, frá sjónarhorni eins sem staddur er í borginni ásamt vinum sínum. Leikstjóri myndarinnar er Matt Reeves og með aðalhlutverkin fara tiltölulega óþekkt nöfn; Michael Stahl-David, Mike Vogel, Lizzy Caplan og Jessica Lucas.

Nexus og Topp5.is menn hafa séð Cloverfield og mæla með að sem flestir kíki á Nexus forsýninguna þar sem hlélaus kvikmyndareynsla á mynd á borð við þessa er skilyrði.

Miðasala er hafin í Nexus, Hverfisgötu 103. Miðaverð er 1500 kr og eru ónúmeruð sæti.

Cloverfield
17. janúar kl. 20:00
Laugarásbíói - A-salur
Hlé- og textalaus

Sjá magnað bíóbrot fyrir Cloverfield
Sjá myndskeið úr Cloverfield