Viggo Mortensen Fjölhæfi maðurinn Viggo Mortensen hefur haft gott orð undanfarið vegna stórkostlega leiks hans í Fellowship of the Ring sem var frumsýnd í Bandaríkjunum í dag.

Viggo er danskur Ameríkani ef svo má segja, fæddist í New York. Faðir hans er danskur og móðir hans er amerísk. Viggo og foreldrar hans voru mikið á flakkinu útum allt, þau bjuggu nokkur ár í Venesúela, Argentínu og Danmörku og frá 2ja ára aldri til 11 ára aldurs bjó hann í S-Ameríku. Viggo talar 3 tungumál, þ.e. ensku, spænku og dönsku. Meðan hann bjó í Danmörku vann hann fyrir sér með því að vera vörubílstjóri. Hann byrjaði að læra leiklist með Warren Robertsson í New York. Áður en hann flutti til Los Angeles þá birtist hann í mörgum leikritum og bíómyndum. Í Los Angeles fékk hann Drama-louge Critic's Award fyrir hlutverk sitt í Bent.

Fyrsta myndin þar sem hann vakti athygli var Witness frá ‘85. Þar lék hann ungan Amish bónda. Síðan frá því hefur hann vakið athygli fyrir góða framkomu í myndum sínum, s.s. myndum eins og The Portrait of a Lady, The Indian Runner, Carlito’s Way, G.I. Jane, Crimson Tide og A Perfect Murder.

Viggo er einn af þessum leikurum sem leyna á sér, leikur í ekkert voðalega mörgum myndum og frekar óþekktum. En svo þegar koma myndir eins og FOTR þá sýnir hann þvílíkan leik. Eitt skemmtilegt dæmi um það, þegar Viggo var að taka upp eitt áhættubardagaatriði í Fellowship of the Ring brotnaði tönn hans við högg frá sverði, hann spurði bara hvort það væri ekki hægt að líma þetta saman með Tonnataki svo hann gæti klárað atriðið. Og atriðið kláraði hann.

Fyrrverandi kona hans er Exene Cervenka, söngkona í pönkhljómsveitinni “X”. Ætli það viti nokkur hvaða hljómsveit það er. Eftir þeim upplýsingum sem ég aflaði mér þá á hann einn son með henni, Henry Mortensen. Það er þó ekki eina konan sem hann hefur verið með, heldur var hann með frægustu leikkonu samtímans, Juliu Roberts.

Ástæðan fyrir því að ég kallaði hann fjölhæfan er sú að hann er ekki bara að leika, heldur er hann í ljóðlist, ljósmyndun, málun og tónlist.

Í frítíma sínum semur Viggo ljóð. Hann hefur gefið út meðal annars tvö lög sem heita “Don't Tell Me What To Do” og “One Less Thing To Worry About”. Þú getur nálgast þau <a href="http://www.actionbox.com/viggo.html“>hérna</a>.
Einnig gaf hann út frá sér ljóðabók að nafni ”Ten Last Nights“.

En ljóð er ekki það eina sem hann gerir, hann málar líka. Þess má geta að Viggo málaði margar myndir sem birtust í A Perfect Murder.
Svo er hann líka ljósmyndari og hefur verið það í mörg ár.
Viggo opnaði nýlega gallerý í Robert Mann Gallery í New York í júlí 2000.

Leikur Viggo's sem Aragorn í Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring er alveg ótrúlegur, eða eins og leikstjóri FOTR, Peter Jacksson sagði:
”Allir leikararnir voru frábærir, en Viggo hefur vakið persónuna Aragorn svo til lífsins að það er erfitt að ímynda sér Viggo ekki sem Aragorn. Ég er ekki viss um að hann búi í húsi lengur."

Þegar Viggo gekk um borð í Föruneyti Hringsins vissi hann ekkert hvað hann var að fara útí. Hann hefur ekki lesið neinar bækur eftir Tolkien eða slíkt. Viggo var bara fleygt beint inní atburðarásina, hann líkti þessu við Aragorn sjálfan. Aragorn varð að fara með Hobbitunum því Gandalfur gat ekki hjálpað þeim.
Viggo hefur undrað framleiðendur og leikara myndarinnar með hlutverki sínu, td. þrífur hann og gerir við búningana sína sjálfur og tjaldar á því svæði sem þeir eru að taka myndina upp.

Viggo er orðinn einn uppáhaldsleikarinn minn, ef ekki uppáhalds. Svo ætla ég rétt að vona að nefndin hjá óskarsverðlaununum tilnefni hann til Óskarsins fyrir besta leik í aðalhlutverki. Viggo hefur tvisar sinnum verið tilnefndur, en þó aldrei til óskarsins. Hann var einu sinni tilnefndur fyrir Besta bardagann í G.I. Jane á MTV Kvikmyndaverðlaununum. Hin verðlaunin voru Blockbuster Entertainment Award, fyrir hlutverk sitt í A Perfect Murder.