Ben-Hur Kvikmyndin, Ben Hur er frá árinu 1959 og fékk 11 Óskarsverðlaun á sínum tíma. Enginn kvikmynd nema Titanic hefur fengið jafn mörg Óskarsverðlaun.

Ben Hur gerist á tíma krists í Ísrael. Myndin byrjar á því að Judah Ben Hur (Charlton Heston) heimsækir gamlan háttsettan vin sinn, Quintus Arrius (Jack Hawkins) sem hann hafði ekki séð í mörg ár. Það kemur mikuð upp á milli þeirra svo þeir verða að miklum óvinum. Nokkrum dögum seinna sér hann til þess að Judah og öll fjölskylda hans verði að þrælum. Og það er ekki nóg með það heldur þarf Judah að vera þræll á öðrum stað en móðir hans og sydtir. Hann sleppur þó úr þrælahaldi þegar hann bjargar lífi foringjans. Judah vill þá gera allt til þess að frelsa Esther systur hans og Messölu móður hans.

Inn á milli birtist sjálfur, Jesús Kristur í myndinni en hann gefur Judah meðal annars vatn að drekka þegar hann er að því kominn til að deyja úr þurrki í eyðimörkinni. Fleiri persónur úr biblíunni koma fyrir í myndinni svo það er ljóst að William Wyler leikstjóri myndarinnar er mjög trúaður. Sá sem kemur mest fyrir af þeim er sjálfur, Pontius Pilatus.

Charlton Heston sýndi frábæran leik í þessari 3 og hálfs tíma mynd frábæru mynd. Þrátt fyrir lengd myndarinnar er hún alls ekki langdreginn eins og margir halda.

Þegar myndin var sýnd á Bíórásinni um Páskana í fyrra tók ég hana upp og á hana núna á spólu. Þessi mynd ætti að vera sýnd í sjónvarpinu hverja páska í staðinn fyrir einhvað rugl eins og t.d, Greifinn af Monte Cristo

kv. ari218