Power Puff Bluff Var að festa kaup á forláta Siemens græju, sem að getur líka dobblað sem vídjótæki ásamt DVD. DVD til vinstri, vídjó til hægri. Bara snilld.

Að sjálfsögðu er það nokkuð mikið grundvallaratriði að eiga DVD mynd ef maður á DVD spilara og því fór ég og fjárfesti í Power Puff Bluff.

Fyrir þá sem að þekkja ekki til Power Puff stúlknanna (sýningar á RÚV eru víst nýhafnar og þar heita þær Stuðboltastelpurnar) þá eru þetta snilldar teiknimyndir sem að finna má á ensku (með sænsku introi) á Cartoon Network.

Snilldin er sú að líkt og í Dexter þá er fullt af action og dæmi sem að börnin hafa gaman af, en jafnframt er alveg sjúklega góður launhúmor í gangi með endalausum skotum sem aðeins fullorðnir fatta oft. Bara um daginn sá ég þáttinn “The Beat Alls” sem að var stórsnilldarleg satíra á Bítlana sálugu, þó að börnin hafi væntanlega ekki áttað sig á því.

Ef eitthvað er þá myndi ég ekki flokka Power Puff Girls beint sem barnaefni, það er mikið um slagsmál í hverjum einasta þætti þannig að ég myndi sjálfur ekki leyfa börnum að horfa á þetta fyrr en um 9-10 ára aldurinn (þegar þau eru farin að fatta muninn á leik og alvöru af einhverri gráðu… fólk sem að leyfir ungum börnum að spila Half-Life eða horfa á bannaðar myndir fattar ekki hversu lítt þroskuð þau eru varðandi ýmsa hlutlæga hugsun.. í fúlustu alvöru getur þetta haft brenglandi áhrif).

Sem fullorðinsefni eru Power Puff (og Dexter einnig) snilldarskemmtun. Mæli sterklega með þessu.
Summum ius summa inuria