Stephen King - Framtíðin Stephen King - Framtíðin


Það eru fáir rithöfundar jafn vinsælir í Hollywood einsog Stephen King enda hafa allar myndir hans skilað hagnaði. Ég ætla aðeins að fjalla um myndir

sem við getum átt von á að sjá á næstunni, tek ekki sjónvarpsmyndir og þætti með.


Dolan's Cadillac:
d: Stacy Title
h: Jonathan Penner
l: Sylvester Stallone (James Dolan)

Myndin er byggð á smásögu sem kom fyrst í bókinni “Nightmares and Dreamscapes”. Hún fjallar um mann(Jim Robinson) sem ætlar að hefna sín

mafíuforingja(James Dolan) fyrir að hafa drepið konuna hans(Elizabeth Robinson) í bílnum sínum. Hef ekki lesið söguna svo ég get lítið sagt meira um

hana.



Dreamcatcher:
d: Lawrence Kasdan
h: William Goldman
l: Morgan Freeman (Col. Kurtz), Thomas Jane (Dr. Henry Devlin), Jason Lee, Damian Lewis (Jonesy), Tom Sizemore (Owen Underhill)

Dreamcatcher er byggð á bókinni Dreamcatcher sem kom út fyrr á árinu(2001). Fjórir vinir hittast árlega upp í sveit en þetta árið gerast sérkennilegir

hlutir. Eitthver maður kemur í kofann, hann hegðar sér sérkennilega og heldur því fram að það sé sunnudagur, því hann hafði týnt vinum sínum á

laugardaginn en man bara eftir því að hafa verið að ganga um skóginn. Vandamálið er að það er miðvikudagur. Hann fær að gista í kofanum þeirra en

þeir vakna um nóttina, maðurinn er á klósettinu en hann er ekki einn þar, eitthvað kom út úr honum og frammi er eitthver maður að koma að sækja

það, hávaxinn maður, grár maður með stór svört augu.
Bókin var mjög spennandi og miðað við hverjir eru að gera myndina lýst mér vel á, hún er leikstýrð af Lawrance Kasdan sem hefur leikstýrt myndum

einsog Grand Canyon og Silverado en er betur þekktur fyrir að skrifa handritið af Return of the Jedi og The Empire Strikes Back. En handritið er gert af

William Goldman sem hefur skrifað handritin á myndunum Misery, Hearts in Atlantis, The Princess Bride og Butch Cassidy and the Sundance Kid.



Desperation:
d: Mick Garris
h: Stephen King!!
l: engin ákveðinn

Ferðalangar um Nevada eru handtekin af spilltum lögreglustjóra, það sem þau vita ekki er að hann er andsetinn og þarf mannslíkama til að geyma huga

hans í!!! Á eftir að lesa bókina en þetta verður ábyggilega alger King mynd, hann skrifar handritið sjálfur og Mick Carris hefur leikstýrt The Stand, The

Shining, Quicksilver Highway og Sleepwalkers!

Travellers on a lonely stretch of Nevada highway are arrested by a corrupt police officer, not knowing that he is actually possesed by a demon who

requires human bodies on a periodic basis to act as hosts for his consciousness.



Bag of Bones

Ekkert hefur verið ákveðið en Bruce Willis ætlar að framleiða! Rithöfundurinn Mike Noonan hefur ekkert getað skrifað síðan konan hans dó, hann flytur í

lítið hús við kyrrlát vatn til að fá ró yfir líf sitt en í húsinu leynist fullt af fólki, fólki sem er ekki alltaf gott!!!


The Girl Who Loved Tom Gordon:
d: George A. Romero
h: George A. Romero

Trisha McFarland fór með mömmu sinni og bróður aðeins út í skóg, hún týnist óvart og þarf að bjarga sér ein í skóginum. Ég get varla beðið eftir þessari mynd, hvernig mun þeim takast að gera mynd þar sem í næstum allri sögunni er 9 ára stelpa ein og yfirgefin. George A. Romero hefur gert nokkrar góðar myndir einsog Dawn of the Dead, Night of the Living Dead, Creepshow og The Dark Half.


Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst með þetta allt saman!