Toppurinn Ég ætla hér að gera lista yfir 10 uppáhaldsmyndir mínar.ATH engin sérstök röð.


THE LORD OF THE RINGS:THE FELLOWSHIP OF THE RING
Leikstjóri:Peter Jackson
Gerð árið:2001
Aðalhlutverk:Elijah Wood, Viggo Mortensen, Ian McKellen, Sean Astin, Liv Tyler, Sean Benn, Billy Boyd, Ian Holm
Lengd:178min

LOTR:FOTR er án efa eitt mesta stórvirki sem gert hefur verið, og ein besta mynd sem gerð hefur verið. Allt er fullkomið frá leik til tæknibrellna. Myndin er rík af tilfinningum, persónusköpun og stórkostlegri sögu. Besta mynd sem ég hef séð.


THE GODFATHER
Leikstjóri:Francis Ford Coppola
Gerð árið:1972
Aðalhlutverk:Marlon Brando, Al Pachino, James Caan og Robert Duvall
Lengd:175min

Stórmynd Francis Ford Coppola´s er án efa uppi með þeim bestu. Hún er byggð á samnefndri sögu Mario Puzo, og fjallar um mafífjölskyldu Don Corleone´s. Mynd sem allir þurfa að hafa séð, aðeins til að vita hvað alvöru kvikmyndagerð er.

THE SHINING
Leikstjóri:Stanley Kubrick
Gerð árið:1980
Aðalhlutverk:Jack Nicholson, Shelley Duvall, Danny Loyd og Scatman Crothers
Lengd:119min

Að mínu mati besta hryllingsmynd allra tíma. Hún fjallar um Jack Torrance ( Jack Nicholson ) sem á að gæta með fjölskyldu sinni risa hótels um vetur. Hann sturlast smám saman og ætlar að myrða fjölskyldu sína ( son og eiginkonu ). Algjör snilld, mynd sem hræddi mig rosalega.

THE SILENCE OF THE LAMBS
Leikstjóri:Jonathan Demme
Gerð árið:1991
Aðalhlutverk:Jodie Foster, Anthony Hopkins
Lengd:118min

Ein besta spennumynd sem ég hef séð. Fjallar um lögreglukonuna Clarice Starling sem eltist við raðmorðingja sem gengur undir nafninu Buffalo Bill, en til þess að ná honum þarf hún að fá upplýsingar hjá mannætunni Dr. Hannibal Lecter, sem hefur verið lokaður á geðveikrarhæli í mörg ár. Leikur Anthony Hopkins aflaði honum óskarsverðlaun. Ótrúlega góð mynd. Hún leiddi af sér framhald, Hannibal, sem var ágæt en komst þó ekki nálægt SOTL í gæðum.

SCARFACE
Leikstjóri:Brian De Palma
Gerð árið:1983
Aðalhlutverk:Al Pachino, Michelle Pfeiffer, Robbert Loggia.
Lengd:170min

Al Pachino sýnir hér sýna mögnuðustu frammistöðu til þessa, sem klikkhausinn Tony Montana. Ótrúlega kröftug mynd sem á skilið að vera á topp 10 listanum mínum.

DEAD PRESIDENTS
Leikstjóri:Albert Hughes/Allen Hughes
Gerð árið:1995
Aðalhlutverk:Larenz Tate, Keith David, Chris Tucker
Lengd:119min

Frábær mynd sem fjallar um blökkumann sem sem fer í víetnam stríðið ungur að aldri. Þegar hann kemur heim er hann hins vegar breyttur maður. Algjör snilldarmynd sem flestir verða að sjá.

APOCALYPSE NOW
Leikstjóri:Francis Ford Coppola
Gerð árið:1979
Aðalhlutverk:Marlon Brando, Robert Duvall, Martin Sheen, Dennis Hopper
Lengd:155min

Besta stríðsmynd allra tíma!!!Nuff said.

BAD TASTE
Leikstjóri:Peter Jackson
Gerða árið:1987
Aðalhlutverk:Peter Jackson, ekki viss um hina
lengd:???

Óviðjafnanlega fyndin og gróss mynd. Fjallar um einhverja gaura í Nyja-Sjálandi sem ætla að slátra geðbiluðum geimverum. Eins og ég sagði Óviðjafnanlega fyndin…..

RAGING BULL
Leikstjóri:Martin Scorsese
Gerða árið:1980
Aðalhlutverk:Robert De Niro, Joe Peschi, Cathy Moriarty
Lengd:129min

Frábær mynd sem fjallar um boxara ( leikin af Bobby De Niro ). De Niro sýnir hér leiksigur, og síðan var Joe Peschi frábær líka. Ein af betri myndum Martin Scorsese. ATH, myndin er svört/hvít.


GODFATHER PT.2
Leikstjóri:Francis Ford Coppola
Gerð árið:1974
Aðalhlutverk:Al Pachino, Robert Duvall, Diane Keaton
Lengd:200min

Framhald Guðföðursins, og ekki er hún mikið síðri. En samt rosalega löng. Pottþétt mynd.


Þetta eru mínar uppáhaldsmyndir, annars eru FULLT af öðrum myndum sem eiga skilið að komst þarna, en þetta eru mínar uppáhalds!

smokey……