Beowulf (2007) Þegar Beuwulf & Grendel eða Bjólfskviðu sem var tekinn upp hérna á landi gerð af Sturla Gunnarssyni var að koma út var ég frekar spenntur fyrir henni. Hef gaman af svona myndum og var að vona að þeir myndu gera eitthvað töff. Og líka bara Yngvar E. Sigurðsson og Gerald Butler eitthvað að vesenast. Ég hélt að þarna væri eitthvað skemmtilegt á ferð. Stuttu eftir að hún var frumsýnd voru svo bara flest allir búnir að segja mér að hún sé ekki þessi virði að eyða 100 mín í. Núna er ég ekki ennþá búinn að sjá hana.

Ekki svo all löngu eftir þetta heyri ég að Robert Zemeckis(Forrest Gump, Back to the Future) væri að gera tölvugerða útgáfu af Bjólfskviðu og get ég ekki sagt að ég hafi verið neitt yfir mig hrifinn. Ekki get ég sagt að Polar Express hafi heillaði mig neitt mjög mikið en það var þó lúmskt gaman af henni sem jólamyndinni sem hún er.

En svo heyri ég voða lítið um þessa mynd, sé hana ekkert svo mikið auglýsta. Næsta sem ég sé um hana er að það sé verið að sýna þessa mynd í 3d og það fær mig til að verða æstan í að sjá hana þar sem ég hef aldrei farið á neina mynd í 3d í bíó.

En það er þessi nýja 3d tæka sem kallast Real D sem er notuð í Beowulf þannig að þetta er ekki þessi böggandi rauðu og bláu gleraugu eins og flestir þekkja. Þetta er bara eins og sólgleraugu. Þau eyðileggja ekki litinn og einnig fékk ég ekki hausverk eftir 15 mín eins og með bláu og rauðu gleraugun. Líka merkilegt að þessi nýja 3d er ekkert orðinn það algeng í kvikmyndahúsum en við erum samt kominn með tvö hérna á klakann.

Held að flestir Íslendingar viti eitthvað um þessa sögu. Hetjan Bjólfur kemur til Danmerkur til að losa Dani við skrímslið Grendel sem er að gera allt vitlaust.
Sjálfur vissi ég voða lítið um söguna. Þetta 9 aldar kvæði bíst ég við að ég muni aldrei leggjast í að lesa en ég fyrir áhugasama fann ég það hérna.
Beowulf eins og svo margar aðrar myndir byggðar á öðru efni tekur sér sitt skáldaleyfi og það sem ég veit um að þeir breyttu frá upprunalegu sögunni var bara til að gera þetta skemmtilegar, sérstaklega tengslin sem þeir bjuggu til milli stærstu persónanna.
Enda eru frábærir pennar á bað við þessa mynd Neil Gaiman(Stardust) og Roger Avary (Pulp fiction)

Eins og hefur eflaust farið framhjá fæstum er að Beowulf er tölvuteiknimynd sem var gerð með því að nota svokallað motion capture. og er öll tæknivinnsla í kringum myndina er óaðfinnanleg og ég verð að viðurkenna að það gerðist nokkrum sinnum sem ég gleymdi að ég væri að horfa á tölvuteiknimynd. Bara það eina sem virkilega böggaði mig við hana var að það virðist eins og þeir nái ekki að gera varirnar á persónunum mjög sannfærandi þegar þær eru að tala.

Myndin sjálf er ekkert meistaraverk heldur er það upplifunin að sjá þetta í 3d sem virkar virkilega gerir þessa mynd af því sem hún er. Maður nær að lifa sig svo inn í myndina og acion-ið þegar maður er að sjá þetta á stóru tjaldi með frábæru hljóði í þessu rosalega 3d. Það er bara næstum því eins og maður er að taka þátt í þessu.

Það er gott flæði á myndinni, hún verður aldrei leiðinleg og fannst mér einnig frábært að hún náði að forðast að vera kjánaleg eða pirrandi sem margar myndir af þessari gerð lenda oft í þ.e.a.s. svona myndir um hálfgerð ofurmenni.

Sérstakt hrós fær líka Alan Silvestri frá mér fyrir fyrirmyndar tónlist sem varð ekki leiðigjörn eins og tónlist á til að vera í myndum af þessum stíl um bardaga og heiður.

En ég vona samt að Zemeckis fari að segja sig skilinn við þessar tölvuteiknimyndir og fara að gera eitthvað annað. Það virðist samt ekki vera á dagskrá hjá honum.

Held hinsvegar að það sé ekki spurning um að ég hefði ekki skemmt mér nærri því eins vel ef ég hefði ekki séð hana í 3d. Samt er ég engan veginn að segja að þetta sé léleg mynd en hún er ekkert meistaraverk heldur. Þetta er bara hin ekta afþreyingar mynd, með þetta allt svo rosalega afþreyingar gildi. Það er allavega langt síðan ég skemmti mér eins vel í bíó.
Mæli með að allri fari að sjá þetta í 3d helst í gær
***/****
addoo