Spaceballs Þetta er önnur grein mín um Mel Brooks mynd. Þetta skiptið er það hin klassíska Spaceballs.

Ár: 1987

Leikstjóri: Mel Brooks

Aðalhlutverk: Mel Brooks, John Candy, Rick Moranis og Bill Pullman.

Þetta skipti er Brooks að gera hrín að Star Wars og Star Trek myndunum. Söguþráðurinn er ævintýri líkastur, prinsessa hleypur úr brúðkaupi sínu vegna þess að hún elskar ekki mannin sem hún á að giftast, hún lendir í vandræðum og kóngurinn biður hetjuna Lonestar (Bill Pullman) um hjálp. Illu mennirnir heita Geimboltar eða Spaceballs á ensku og þeir ætla ræna prinsessuni til að fá í lausnargjald talnaröðina yfir loftskildinum svo að þeir geti sogið allt loftið af plánetunni.

“Everybody got that”- Dark Helmet

Þetta er mjög fyndin mynd sem enginn ætti láta framhjá sér fara.

Gleðifréttir fyrir Brooks-áðdáendu, því að Spaceballs er komin til Íslands á DVD og hún fæst í skífunni.

Já, uppáhalds atriðið mitt úr myndinni er þegar þeir horfðu á Spaceballs á spólu inn í myndinni og þeir lentu einmitt á staðnum þar sem þeir voru í myndinni.

* * * 1/2 af * * * *

Takk fyrir
Gullbert