Nú síðastliðin sunnudag sá ég myndina The Million Dollar Hotel,
og mér leiddist alveg rosalega mikið ég skil ekki af hverju ég píndi mig til að horfa á hana.

Myndin fjallaði um hóp geðsjúklinga sem átti heima á þessu hóteli,
einn dag deyr einn þeirra og seinna kemur í ljós að hann er sonur auðkýfings. Þá er rannsóknarlögreglumaðurinn skinner til að rannsaka málið, í fyrstu var haldið að þetta væri sjálfsmorð en seinna kemur á daginn að þetta var morð. Skinner hefur þá leit af morðingjanum.

Leikararnir stóðu sig mjög vel í að leika skrýtna geðsjúklinga, sérstaklega Milla Jovovich sem var mjög trúanleg sem geðsjúklingur. Og Mel Gibson var mjög trúanlegur sem geðvond lögga sem var með handlegg vaxandi út úr bakinu á sér.
En að lokum deyr morðinginn eins og í flestum myndum Mels.

En ég hvet ykkur öll til að sjá þessa mynd aðeins til að átta ykkur á fáranleika hennar.