The Fellowship of the Ring Eftir fremur pínlega bið rann loksins stundin upp. Mánudagurinn 10.Des, verður seint gleymdur. Áður í skólanum gat ég varla haldið vatni fyrir spenningi. Væntingar mínar voru rosalegar, eftir
Allt umtalið, allt hæpið, gat þessi mynd varla verið léleg. Og guð minn almáttugur, ekki varð ég fyrir vonbrigðum, en nóg um það á eftir. Ég ( og nokkrir aðrir ) mættum í Laugarásbíó um 19:30,
allt var strax orðið troðið. Á nammiborðinu var ókeypis popp og kók ( pizza síðan seinna ), ég greip í eitthvað smá og fór að skoða mig um. Margir voru þegar sestir í sín sæti og ég rúllaði mér svo inn í A-sal. Mínútur liðu og mér var farið að verða órótt. En svo, loksins kom einhver gaur og sagði ÖLLUM vinsamlegast
að slökkva á gsm símunum sínum, ekkert mál, allir gerðu það. Svo komu auvitað trailerarnir. Við fengum að sjá sýnishorn úr Black Hawk Down ( sem mig hlakkar til að sjá ), Vanilla Sky, Don´t Say A Word, Ice Age, Austin Powers 3:Goldmember ( ég gat ekki andað fyrir hlátri, algjör snilld ), og síðast en ekki síst ( við mikil fagnaðarlæti ) Star Wars: Episode 2-The Attack of the Clones. Svo kom tveggja mínútna hlé ( eyðilagði alveg fílínginn ), fyrir þá sem voru æstir í það að komast á salernið. Svo slökkna ljósin, allir í hámarksfíling, við heyrum í Cate Blanchett ( Galadriel ) fara með klassíska One Ring to rule Them all dæmið. Síðan er rakin saga hringsins, allt frá því að Ishildur nær Hringnum úr hendi Saurons, og í helli, þar sem hann Bilbo finnur hringinn ( Gollum til ama ).Svo bregðum við okkur í Shire og kynnumst Frodo Baggins ( Elijah Wood ), og sjáum svo hann Gandalf ( Ian McKellen ) bregða fyrir. Fyrir þá sem ekki hafa lesið bækurnar ætla ég ekki meira að fara með frágáng sögunnar. Svona til að byrja með var LOTR MIKLU betri en ég hélt ( væntingar mínar voru þó ROSALEGAR ). Aldrei á mínu stutta lífi hef ég orðið vitni að mynd eins og þessari. Allt er fullkomið, frá Hobbitum til Orka. Peter Jackson hefur tekist það ómögulega, að kvikmynda Þetta margslungna verk Tolkiens. Og væri Tolkien á lífi í dag væri hann sjálfsagt stoltur af þessari kvikmynd. Allt útlit myndarinnar er hreint útsagt fullkomið, landslag þvílíkt flott, tæknibrellur þær flottustu sem ég hef orðið vitni af, myndatakan ótrúlega sjónræn. Allir leikararnir skiluðu öllum hlutverkunum vel, og var ég sérstaklega hrifin af Ian McKellen sem Gandalf, eins og nær allir sem séð hafa myndina hafa sagt, hann er hreinlega Gandalf sjálfur. Svo var hann Elijah Wood mjög góður sem Frodo, Viggo Mortensen var þvílíkt kúl sem Aragorn, Liv Tyler kom mjög svo á óvart sem Arwen, Cate Blanchett var frábær sem Galadriel, John Rhys Davies var stórskemmtilegur sem
Gimli, Ian Holm var góður sem Bilbo ( alveg eins og ég ýmindaði mér hann ). Sean Astin var fyndin sem Sam, og svo voru þeir sem léku Pippin og Merry frábærir. Aðrir leikarar voru ekki síðri. Mynd varð mjög drungaleg á köflum, eftir fyrsta hálftíman, og er alls ekki fyrir lítil börn. The Fellowship of the Ring hefur allt sem góð kvikmynd þarfnast, og er reyndar með persónusköpun, sem er orðin alltof fátið nú á dögum. Manni var ekki sama um karakterana og fann virkilega fyrir þeim, og þegar Gandalf————-SPOILER——–dó, vá maarr, þegar allt hljóð fór af, djöfulli var þetta flott. En svo voru bardagaatriðin það flottasta sem sést hefur á hvíta tjaldinu, bardaginn við fjallatröllið var geðveikur, og hreinlega allir bardagar voru magnaðir og flottir. Það er engin vafi á því að þetta er epísk meistaraverk sem hefur fest sig í sessi sem ein besta mynd allra tíma. Nú hefur snillingurinn Peter Jackson endanlega breytt kvikmyndasögunni með mestu og bestu mynd allra tíma, já þetta eru stór orð af mínum munni og vanalega gef ég ekki út lýsingar eins og þetta en LOTR er einfaldlega besta mynd allra tíma!!! Lord of the Rings:The Fellowship of the Ring er klárlega óskarsverðlaunamynd ársins 2001. Og nú þarf maður að byrja að telja niður dagana í The Two Towers.

MEISTARASTYKKI!!!!