Bad Taste Bad Taste er ein fyndnasta mynd sem ég hef nokkurn tíman séð. Þessi er algjör cult-klassik. Í stuttu máli fjallar myndin um fjóra félaga ( kallaðir the boys ), sem eiga nánast að útrýma einhverjum geimverjum, sem hafa myrt heilan bæ ( mig minnir 7-og-eitthvað íbúar ), í Nýja-Sjálandi. Já, þetta er söguþráðurinn, engin plott hér, ekkert surprise ending, ekkert vitsmunalegt hér að finna, aðeins SPRENGHLÆGILEGA atburðarás, með þvílíku magni af splatter. Í nánast öllum atriðum ( í myndinni ) var ég í hláturskasti, allt frá snilldarlegu byrjunaratriði, og til steykts endi. Hugsið ykkur, rocket launcher og kind. Þetta lýsir myndinni nokkurn veginn. Það er EKKERT venjulegt við atriði sem tengir saman rocket launcher og kind. Myndin er stútfull af ótrúlega fyndnum atriðum, og verð ég svo að minnast á Derek ( Peter Jackson, sem einnig leikstýrði ), þetta með heilan ( þið sem hafið séð myndina vita hvað ég á við…………..algjör snilld. Blóðslettur, og limlestingar einkenna þessa mynd, ég meina aldrei á lífi mínu hef ég séð jafn mikið af splatteri í einni mynd. Maarrr fékk krampakast af hlátri í sumum atriðum.
Ég verð að mæla með þessum gimsteini kvikmyndargerðar, fyrir alla sem hafa áhuga fyrir snilldarlegum myndum.