American Psycho - kvikmyndagagnrýni

Ég hef hlotið þann heiður að sjá myndina American Psycho, sem útleggst á íslensku “Ammeríken Sækó”, áður en almenningssýningar hefjast… Ég hef ákveðið að dreifa vitneskju minni um víða veröld… og hvar er betra en að gera það á samfélagi hinna huguðu… “hugi.is”. Ég mun ekki segja frá allri myndinni því þetta er mynd sem að þið verðið að sjá og þá er ekki gaman að eitthvert gimp úti í bæ hafi setið við tölvuna og eyðilaggt alla myndina fyrir ykkur… nei ég ætla mér aðeins að kynda undir og auðvelda skilning ykkar á myndinni ÞEGAR þið farið að sjá hana…

“Ammeríken Sækó” er ekki þessi týpíska tæknibrellu-ruslsöguþráðs-WillSmithBrandara-mynd… nei American Psycho er mynd með meiru…

Í heimi viðskiptanna er hart barist um flottustu nafnspjöldin, flottasta matsölustaðinn og flottasta kvenfólkið… Í þessum heimi viðskiptanna lifir lítill karl sem heitir Patrick Bateman, en auk þess að þurfa að berjast um allt ofantalið þá þarf hann líka að heyja orrustur í litla hausalingnum sínum… því Patrick “litli” Bateman er nefnilega hinn týpíski Ameríski Geðsjúklingur… Það sést best á því hversu margar konur hann geymir í ískápnum sínum… eða búta af hve mörgum konum… Já, Herra Bateman glímir við dálítið vandamál… hann á erfitt með að stjórna drápshneigðum sínum og fær andlega og líkamlega fróun út úr því að myrða saklaust fólk… En er hægt að kenna honum um? Nei ég held ekki því hann lifir á tímum diskósins, tímar “Genesis”, “Robert Palmer”, “Katarina & The Waves” (fyrir Eurovision), “Huey Lewis and The News” og fleiri morðhvetjandi tónlistar… Þetta er það sama og er að gerast með karlmenn sem fíla Britney Spears vegna tónlistarinnar en ekki útlitsins… Já, Bateman, greyið lifir á erfiðum tímum…

Í hlutverki Patrick Bateman er ungstjarna sem heitir Christian Bale… hann þekkja fáir en hann er við það að verða mjöööög frægur því hann fær hvert hlutverkið á fætur öðru… Næst leikur hann aðalvondakallinn í næstu mynd Samuel L. Jackson er ber titilinn “Shaft” og það er ekki púkalegt… Ég spái honum frægð og frama… hann er nokkuð hæfur leikari hann Bale karlinn… Það er meira að segja talað um að hann geti orðið næsti Anakin Skywalker…

Eins og hver skrifstofugúrú hefur litli maðurinn með meiddið í hausnum, Bateman, skrifstofustúlku til að kvelja… Skrifstofustúlkan, Jean, er leikin af upprennandi leikkonu sem þó er orðin talsvert fræg, Chloë Sevigny, en hún var einmitt tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir myndina Boys Don't Cry en skaust upp á hollywoodhimininn í KIDS þar sem hún lék Jennie

Bókin var skrifuð af Bret Easton Ellis og vakti hneyksli og var næstum því bönnuð þar ytra… þetta er bók sem allir þurfa að lesa einhvern tímann þó svo að leikstjórinn, Mary Harron, hafi tekist listilega vel að “skripta” söguna og gera bíómynd…

Til gamans má geta að Leonardo DiCaprio var orðaður við hlutverkið… ég er feginn því að hann hafi ekki fengið það því þessi súkkulaðibossi sem var eitthvað svaka rómó í Titanic er ekki týpan í þetta hlutverk… Þeir voru kannski að pæla í að nýta sér það að hann var í Basketball Diaries… en þessi smeðjulegi leikari er einfaldlega ekki álítanlegur sem hin eini sanni ameríski geðsjúklingur eftir að hafa leikið rómantískasta mann sögunnar í Titanic

“I think my mask of sanity is about to slip…”

Myndin hefur einnig eina flottustu heimasíðu vefsins… http://www.americanpsycho.com… þvílík vefsíða… þvílík snilld… þú verður þvílíkt að skoða hana…

Myndin varð fyrst og fremst fræg fyrir óhugnaleg atriði og eigi-við-hæfi-barna-atriði… kvikmyndakerfið í JúEssEi hefur klippt á brott 20 sekúndna langt atriði sem sýndi sjálfan Patrick Bateman í þrísommi með tveimur hórum… þó svo að þeir héldu eftir atriðum eins og sjálfum morðunum og þessháttar… Kannski þeir hafi hugsað með sér að það séu fullt af geðsjúklingum í Bandaríkjunum sem geta farið að herma eftir Bateman OG LEIGT SÉR TVÆR HÓRUR OG RIÐIÐ ÞEIM SVO FAST AÐ ÞÆR ÞURFA AÐ FARA Í UPPSKURÐ, nei þeim datt náttúrulega ekki í hug hinir geðsjúklingarnir sem geta hermt eftir Patrick og drepið fólk með naglabyssu eða keðjusög… auðvitað ekki svoleiðis fólk veit alveg að það á ekki að sjá þessa mynd því þá geta þau farið að gera eitthvað vont við annað fólk eins og að stúta heilum skóla… Íslenska útgáfan er upprunalega útgáfan 20 sekúndum lengri… þannig að íslendingar geta séð uncut version af myndinni…

Fleira ætla ég ekki að segja um myndina því þið kynnist öllu þessu, eins og áður var sagt: “ÞEGAR þið farið á hana…”

“American Psycho” er mynd fyrir hugaða…

-Munkur-

hugi.is
-Munkur-