Dr. Strangelove: Or How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb ATH! Þeir sem ekki er búnir að sjá Dr. Strangelove ættu ekki að lesa þessa grein.

Þetta er ritgerð sem ég gerði fyrir Kvikmyndafræði 203 á síðustu önn.
Vill taka fram að þetta er í fyrsta skipti sem ég sendi inn grein á huga og c/p þessu úr Word Pad documenti sem ég geymdi ritgerðina í.


Dr. Strangelove var framleidd og leikstýrð af Stanley Kubrick og tekin upp í Shepperton stúdíóinu í London árið 1964. Myndin fjallar um hershöfðingjann Jack D. Ripper sem ræður yfir herflugvélastöð í Bandaríkjunum. Hann klikkast og heldur því fram að Sóvetríkin séu að reyna að eitra fyrir Bandaríkjunum. Hann tekur upp á því á að senda herflugvélaflota til Sóvetríkjanna til að gera kjarnorkuárás á þá.
Þegar forseti Bandaríkjanna fréttir af þessu boðar hann saman neyðarfund í Pentagon “stríðsherberginu” til að ákveða með sínum æðstu mönnum hvernig bregðast skuli við. Rússneski sendiherrann er boðaður á fundinn og varar hann forsetann við svokallaðri dómsdagsvél. En samkvæmt sendiherranum þá er það vél sem Sóvetríkin hafa búið til sér til varnar. Vélin er hönnuð til að fara í gang og eyða öllu lífi á jörðu ef Sóvétríkin verða fyrir kjarnorkuárás.
Peter Sellers fer á kostum í myndinni en hann leikur þrjú veigamikil hlutverk í henni. Hann leikur forseta Bandaríkjanna, einnig Mandrake sem er aðstoðarforingi herhöðingjans Rippers sem sturlaðist, og svo fer hann með hlutverk Dr. Strangelove. Dr. Strangelove er forstöðumaður rannsóknarstofu sem sér um vopnsmíði og vopnaþróun fyrir Bandaríkjaher. Hann er fyrrum nasisti og á í erfiðleikum með að ráða við vinstri hendina sína sem vill stanslaust heilsa að nasistasið.

Eins og áður sagði er Dr. Strangelove svört grínmynd og til að leggja áherslu á það er myndin tekin í svart hvítu. Myndin tekur á mörgum hitamálum þessa tíma , er ádeilumynd á allt sem heitir stríð og heryfirráð. Kalda stríðið var í hámæli þegar myndin af gerð og þátttaka Bandaríkjamanna í Víetnamstríðinu mjög umdeild.
Á þessum árum fannst mörgum mjög vafasamt að hægt væri að gera grínmynd um kjarnorkusprengjur og stríð. Í myndinni eru mörg kaldhæðnisleg atriði eins og til dæmis þegar sendiherra Sóvetmanna er sakaður um, af hershöfðingja, að vera með falda myndavél á sér inni í stríðsherberginu og fara þeir að atast í hvor öðrum. Þá segir forseti Bandaríkjanna; “Gentlemen, you can´t fight in here!! This is the war room!”. Sviðsmyndin er einnig oft á tíðum kaldhæðnisleg eins og til dæmis þegar myndað er í kringum herstöðina. Alls staðar eru áróðurs- og auglýsingaskilti sem á stendur “Peace is our profession” eða “Friður er okkar fag” en augljóst má vera að svo er alls ekki.

Myndin er sprenghlægileg út í gegn. Maður bókstaflega liggur í hláturskrömpum hvað eftir annað. Forseti Bandaríkjanna hringir í forseta Sóvetríkjanna til að aðvara og ráðfæra sig við hann, því fyrir mistök er bandaríski herflugvélaflotinn við það að ráðast á Sóvétríkin. Forsetarnir eyða dýrmætum tíma í að heilsast og tala um það hvernig þeir hafi þar, gott eða ekki, en loks segjast báðir hafa það mjög gott. Þarna eyða þeir dýrmætum tíma í hversdgslegt og kurteisislegt hjal þegar ekki eru nema um það bil 20 mínútur í það að herflugvélarnar koma inn í sóveskt landhelgi! Bandaríkjamönnum tekst þó að kalla til baka allar herflugvélarnar fyrir utan eina. Við stjórnvölinn á þeirri vél er stríðsóður kúreki sem endar líf sitt þegar hann losar kjarnorkusprengju úr flugvél sinni. Kúrekinn situr á sprengjunni eins og hún væri fákur hans, veifandi kúrekahattinum sínum og öskrandi sigurstranglega “yahoo, yahoo” en á meðan á þessu stendur hrapar sprengjan með kúrekann til jarðar.
En þrátt fyrir að ekki væri hægt að koma í veg fyrir að dómsdagsvélin færi í gang og eyddi öllu lífi á jörðu er ekki öll von úti. Dr. Strangelove kemur með þá snilldar áætlun að smala saman nokkur hundruð þúsund Bandaríkjamönnum djúpt ofan í námugöng. Þar gætu þeir hafist við næstu 100 árin eða þar til geislavirknin væri komin niður fyrir hættumörk. Að sjálfsögðu væri mjög brýnt að æðstu menn stjórnarinnar og hersins væru með, einhver verður jú að stjórna. Og til að viðhalda mannkyninu þyrfti að vanda vel valið á kvenfólkinu. Einn karlmaður átti að þjóna tíu konum og þar sem mikið yrði ætlast til af körlunum þyrfti að velja konurnar eftir kynþokka. Passa verður sérstaklega upp á að kommarnir nái ekki forskoti. Því þótt búið sé að tortíma jörðinni og mannkynið búi neðanjarðar í 100 ár er óhugsandi og barnalegt að halda að það muni breyta Sóvétstefnunni.
Stanley Kubrick tekst svo sannarlega að gera kaldhæðnislega grínmynd um þetta háalvarlega mál sem stríð er.

Hér fyrir neðan birtist smá “Cast” fyrir myndina.


Aðalhlutverk:
Peter Sellers - Captain Lionel Mandrake, Dr. Strangelove, Merkin Muffley (Forseti Bandaríkjanna)
Sterling Hayden - General Jack D. Ripper
George C. Scott - General Buck Turgidson
Slim Pickens - Major Kong
Peter Bull - Alexei De Sadesky (Sovéski Sendiherrann)

Leikstjórn/Framleiðing:
Stanley Kubrick

Handrit:
Stanley Kubrick/Peter George/Terry Southern

Tónlist:
Laurie Johnson

Kvikmyndataka:
Gilbert Taylor

Dreifingaraðili:
Columbia Pictures

Tungumál:
Enska

Land:
England/Bandaríkin