Jæja…ég var bara að skoða safnið mitt af Myndbönd Mánaðarins og ég var að komast að svolitlu. Mig vantar 2 blöð til þess að eiga öll blöð sem hafa komið út! kannski myndu sumir segja að það væri nördalegt…en hey, ég er áhugamaður um kvikmyndir og ég er bara þokkalega stoltur af þessu safni.

þessi tvö blöð sem mig vantar eru frá árinu 1994. hehe..langt langt síðan

það eru mánuðirnir maí og ágúst sem mig vantar. annað blaðið er með Three Musketeers framan á (Kiefer sutherland, charlie sheen, oliver platt o.fl.), hitt hef ég ekki hugmynd um hvað var framan á.

gaman væri að vita hvort það væru fleiri sem eiga svona slatta af Myndbönd Mánaðarins..