Jæja, þar sem það má ekki senda inn kannanir á upphafsíðunna langaði mig bara til að senda inn grein og fá viðbrögð.

Eins og titillinn ber með sér að þá er að spurja hvaða íslensku mynd á að sjá næst. Þær myndir sem eru væntanlegar næsta árið eru.

Regína, dans og söngvamynd eftir Maríu Sigurðardóttir. Helstu hlutverk eru í höndum, Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir, Benedikt Clausen, Baltasar Kormákur, Halldóra Geirhardsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir & Björn Ingi Hilmarsson. Verður þessi mynd frumsýnd annan í jólum.

Gemsar, unglingamynd sem gerist í einu af úthverfum RVK. Leikstjóri og handritshöfundur Mikael Torfasson,helstu leikarar eru, Halla Vilhjálmsdóttir, Andri Ómarsson, Matthías Matthíasson, Kári Gunnarsson. Gemsar verður frumsýnd í janúar.

Nói albínói, eftir Dag Kára, því miður veit ég ekki mikið um þessa mynd, bara það að hún er á leiðinni í bíó borgarinnar.

Fálkar eftir Friðrik þór.
Fyrsti apríl eftir Hauk M(sem gerði (Ó)eðli)
Hafið eftir Baltasar Kormák.
Reykjavík Guesthouse:rent a bike. Veit ekki hver leikstjóri er.
Maður eins og ég eftir Róbert I Douglas. Jón Gnarr í aðalhlutv.

Síðan eru fleiri myndir í framleiðslu, en þetta eru þær myndir sem eru hvað lengst á veg komnar.

Núna réttiði bara upp hönd og segið mér hvort þið ætlið að sjá e-d af þessu og þá hvaða mynd, og einnig hvort þið vitið eitthvað meira en ég um þessar myndir, og ´jafnvel um einhverjar fleiri sem eru í framleiðslu.

Og svo er bara að hlakka til og vona að þessar myndir verði allar góðar svo við getum loksins farið að tala um okkur íslendinga sem alvöru kvikmyndagerðaþjóð.

Kveðja
wwjd.

PS: allar uppl. eru teknar af vefnum www.iff.is sem er íslenski kvikmyndasjóðurinn, það eru að segja þær uppl um leikara og fleira.