Víííííí…..
Red Dragon er endurgerð eða ekki endurgerð af kvikmyndinni Manhunters (1986) sem Michael Mann leikstýrði en Thomas Harris gaf út skáldssöguna Red Dragon fyrir rúmum 30 árum. 1. júní nk. kemur Red Dragon í kvikmyndahús vestanhafs (ef allt gengur að óskum). Fyrir þá sem vissu það ekki er Red Dragon forsga myndanna The Silence of the Lambs og Hannibal sem báðar heppnuðust vel (og þá sérstaklega sý fyrrnefnda). Anthony Hopkins bregður sér í hlutverk mannætunnar Dr. Hannibal Lecter í 3. sinn en aðrir helstu leikarar myndarinnar eru: Edward Norton (Will Graham), Harvey Keitel (Jack Crawford), Emily Watson (Rebba McClane) og Phillip Seymour Hoffman (Freddie Lounds). Hinn snjalla Clarice Starling kemur ekkert fyrir í myndinni :(

Leikstjóri myndarinnar er Brett Ratner en hans frægustu verk eru Rush Hour myndirnar tvær en hann leikstýrði einnig Money Talks. Það sem frábregður Red Dragon frá The Silence of the Lambs og Hannibal að hún er “mystery” mynd og að sjálfsögðu einnig hrollvekju, glæpa og spennumynd.

Það er ekki búið að ákveða hvenær myndin verður frumsýnd á Íslandi en ég vona að það verði sem fyrst!