Helstu jólamyndirnar í ár eða þær sem eru frumsýndar í desember í Bandaríkjunum

1. Lord of the Rings: Fellowship of the Ring, það hafa allir verið að tala um þessa og trailerinn er algjör snilld. Ég held að bókin´sé einnig frábær þótt ég hafi ekki lesið hana.

2. Ali, loksins kemur hinn heimsfrægi boxari Muhammed Ali á hvíta tjaldið en það er bara spurning hvort drullusokkurinn hann Will Smith geti leikið hann.

3. Oceans Eleven, endurgerð af mynd sem kom út árið 1960. Trailerinn var mjög góður og snillingurinn hann Steven Sodherberg fær að leikstýra fullt af stórleikurum á borð við: Julia Roberts, Brad Pitt, George Clooney, Matt Damon, Don Cheadle og Andy Garcia.

4. A Beautiful Mind, Russel Crowe og Ed Harris leika aðalhlutverkin í þessari mynd. Ég held samt að þessi mynd muni ekki vera neitt sérstaklega góð að mínu mati því á IMDb stendur að hún sé rómantísk mynd.

5. I am Sam, þessi gaman-drama verður frumsýnd 28. desember í USA til þess að hún Sean Penn og Michelle Pfeiffer geti fengið sitt hvorn Óskarinn á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Framleiðendurnir segja að þau fái bæði allavega pottþétt tilnefningu til Óskars. Þessi mynd er samt ekkert mikið að heilla mig.

6. The Shipping News, sænski leikstjórinn Lasse Hallström hefur undanfarið verið að senda frá sér væmnar og leiðinlegar myndir sem berjast samt alltaf um einhverja óskara. En það sem mér líkar best við þessa er að Kevin Spacey leikur í henni (hef ekki séð neinn trailer af henni).

7. The Hours, margir STÓRleikarar leika í þessari mynd eins og: Nicole Kidman, Meryl Streep, Ed Harris og Julianne Moore. Stephen Daldry var tilnefndur til Óskarsverðlauna síðast fyrir leikstjórn á Billy Eliott en hann leikstýrir þessari.

8. Vanilla Sky, Tom Cruise hefur oft leikið vel og oft illa en það verður fróðlegt að sjá hvernig honum tekst að leika David Ames í Vanilla Sky. Cameron Crowe leikstýrir.

Nú er bara að sjá hvaða myndir verða góðar og hverjar lélegar.
En hér eru nokkrar góðar sem hafa komið út á árinu: Moulin Rouge, The Others, Shrek, Harry Potter, Final Fantasy og Hannibal.

En þessar eru búnar að fá góða dóma: Hearts in Atlantis, K-PAX, Monsters Inc, Ghost World og Le Fabuluex destin d´amilie Poulain.