Harry Potter and the Sorcerer's Stone Þessi mynd kom mér mjög á óvart þar sem ég gekk inn í salinn með ekki mikilli eftirvæntingu en hún var mjög góð. Eins og allir vita(sem hafa lesið bókina) byrjar myndin þar sem Harry er hjá frændfólki sínu en galdraskólinn Hogwart boðar hann í skólann í næstu önn. Með nokkrum erfiðleikum endar þetta þó á því að Harry fer í skólann og þar kynnist hann Ronald ‘Ron’ Weasley(Rupert Grint), Hermione Granger(Emma Watson), skólastjóranum Albus Dumbledore o.fl., það má líka geta þess að snillingurinn John Cleese leikur Sir Nicholas De Mimsy-Porpingto(Nearly Headless Nick).
Í skólanum þarf hann að sjá til þess að Sorcerer's Stone falli ekki í rangar hendur, en best er að ekki vera að segja neitt meira um það(fyrir þá sem hafa ekki séð myndina).

Þessi mynd hefur fengið mjög mismunandi dóma og þar á meðal skal nefna að hún fékk
8/10 á www.imdb.com
8,8/10 á www.kvikmyndir.is
Þeir sem hafa lesið bækurnar taka eftir því að það er sleppt mjög fáum atriðum úr bókinni og ættu flestir að vera ánægðir með þessa mynd. Það er bara eitt sem fékk mig til að verða svolítið pirraður, það var þegar það kom að skákinu……..afhverju þurfti Ron að vera svona væminn???!!!(þetta er bara álit mitt og ég virði það ef aðrir eru ósammála mér).

Ég mæli með þessari mynd og þeir sem hafa lesið bækurnar verða ekki fyrir vonbrygðum.

Gef henni: ***/****