Kannanir Fólk er ekki alveg að skilja þetta, kanski ef þið sjáið þetta í grein þá farið sum ykkar að fatta málið.

Það er komið nóg af könnunum!

Hættiði að senda inn sömu kannanirnar aftur og aftur. Nú ætla ég ekki að nefna nein nöfn en í dag hef ég eytt 4 könnunum og það er að meðaltali 2 á dag sem koma.

Þetta er oftar en ekki “Hver er best” og þá er oftast Godfather myndirnar eða Star Wars myndirnar.

Svo eru líka ótrulega margar “Er lord of the rings ekki mikið betri en Harry Potter”.

Margir hafa líka ekki fattað að maður fær ekki stig fyrir kannanir svo eru nátturulega þessar klassísku óútskíranlegu kannanir.

“Er The Godfather góð eða léleg”
- já
- nei

Reynið svo að hafa þetta á íslensku, það skilja ekki allir þetta tungumál sem sumir tala.

Ekki neitt svona “Ja, marr rosa kewl”


kveðja
sbs