Harry Potter vs. LOTR Nú eru allflestir sammála um það að þessa tvær myndir séu þær stærstu um jólin. Nú ætla ég að reyna að bera þessar tvær saman eins og ég get.

Harry Potter var frumsýnd fyrir nokkru í usa, og mun á föstudaginn verða frumsýnd hér á klakanum. Hún hefur slegið hvert aðsóknarmetið á eftir öðru í Bandaríkjunum, og æstir aðdáendur um allan heim bíða eftir henni með miklum eftirvæntingum, og mun myndin án efa verða jafn vinsæl í Evrópu. HP fjallar um eins og flestir vita hinn unga Harry Potter, og ævintýri hans í Hogwart galdraskólanum. Leikstjóri hennar er Chris Colombus sem hefur staðið fyrir Home Alone myndunum vinsælu, Nine Months og Mrs. Doubtfire. En í aðalhlutverkum eru, Daniel Radcliffe, sem leikur hinn roskna Harry Potter, Rupert Grint, Emma Watson, Robbie Coltrane, Ian Hart, Alan Rickman og John Cleese. Ekki vantar þarna fína leikara. Almenningur í Bandaríkjunum er víst mjög hrifin af myndinni, en gagnrýnendur eru á skiptu máli. Sumir segja myndina vera frabæra , en aðrir kvarta. Myndin er nokkuð löng ( fyrir barnamynd að vera ), 153 mínútur. Ef við lítum á mína hlið er ég lýtt spenntur fyrir þessari. Trailerinn var lélegur og auk þess skil ég ekki hvað fólki finnst svona skemmtilegt við þessar bækur. Þetta er þó mitt álit, og ég vona að aðrir hugarar fari ekki að djöflast á litla lyklaborðinu sínu með einhvera leiðinda comment! Annars mun ég þó líklega skreppa á þessa á föstudaginn næstkomandi.

Nú ætla ég að víkja að stórmyndinni Lord of the Rings:The Fellowship of the Ring.
BÓKMENNTAVERK 20.ALDARINNAR VERÐUR AÐ KVIKMYND 21.ALDARINNAR!!
Ég held að flestir séu kunnugir við bókmenntaverk hins mikla J.R.R Tolkiens, og ég þarf að öllum líkindun ekki að útskýra hvað LOTR er. Myndin er leikstýrð er af Peter Jackson, sem hefur gert ótal splatter myndir, á borð við Bad Taste, og Braindead. Ég ætla nú aðeins að fara yfir leikarana sem ljá hlutverk sín. Elijah Woods, leikur Frodo ( eða Frodo Baggins ), Sean Astin leikur Sam, Viggo Mortensen, sem Aragorn, ian McKellen leikur Gandalf, Billy Boyd, leikur Pippin, Christopher Lee, sem Saruman, Liv Tyler leikur Arwen ( Arwen Undomiel ), og Cate Blanchett, sem Galadriel. Þeir sem hafa séð LOTR, eru allir á sama máli:Hún er ómissanlegt meistaraverk! Svo að það lýtur út fyrir að hann Peter Jackson, sé búin að ljúka verki sínu vel.
Myndin verður frumsýnd hér á landi annan í jólum. En síðan eru fjórar forsýningar. Ég er búin að redda mér miða í sal.1 í Smárabíói 19., en ég ætla líka að stefna á Nexus forsýninguna. Hvað get ég sagt annað en að ég hef ALDREI beðið með jafn miklum eftirvæntingum eftir einhverri mynd, en þessari. Trailerarnir voru magnaðir ( sérstaklega sá lengsti ), og dómarnir mjög lofsamlegir, þannig að við megum búast við miklu.

Ef ég ber þessar tvær myndir saman, þá verð ég að segja að ég haldi að LOTR verði betri ( það er nú eiginlega augljóst ). Þó, mun Harry Potter verða, að öllum líkindun vinsællri ( allir virðast ætla á myndina ). Þessar tvær eru án efa þær stærstu árið 2001, og stutt er í báðar, þannig að maarr þarf brátt að fara að telja niður dagana.

friður……Smokey

Power Can Be Held In The Smallest Of Things