Monsters.Inc Monsters.Inc er gerð af Pixar en þeir gerðu einnig Toy Story 2.
Ég vil nefna að hér fyrir neðan í fyrsta greinahluta segi ég um hvað myndin fjallar þannig að ef þið viljið láta koma ykkur á óvart þá endilega ekki lesa hann.

Monsters.Inc gerist í öðrum heimi hliðstæðum okkar heimi þ.e.a.s mannheiminum. Í þeim heimi ganga hlutirnir á aðra vegu en hjá okkur mönnunum en þar á meðal er fyritækið Monsters.Inc sem sérhæfir sig í að hræða littla krakka í mannheiminum.
James P. Sullivan (John Goodman) er frægur í skrímslaheiminum því hann nálgast óðfluga metið í skrímslaheiminum yfir flest stig fyrir að hræða krakkana með hjálp littla eineygða vinar síns Michael Wazowski (Billy Crystal). Dag einn lenda vinirnir tveir í vandræðum því að ung stúlka flækist með þeim í skrímslaheiminn en það er mjög alvarlegur glæpur í þeirra heimi. Sulley og Mike leggja höfuðið bleiti en ákveða á endanum að koma krakkanum aftur til síns heims án vitund annara skrímsla en eins og alltaf þá er það hægara sagt en gert.

Monsters.Inc er núna jöfn Toy Story 2 á imdb með 8.4 í einkunn en Toy Story 2 er með mun fleiri votes og þar af leiðandi er hún í hærra sæti en Monsters.Inc. Sagan á bakvið Monsters.Inc er heillandi og er skemmtilegt að sjá frumlegar hugmyndi frá því síðast að maður sá Shrek. Leikraddirnar gætu ekki hafa verið betri þ.e.a.s John Goodman sem Sulley stóri blái bangsinn og Billi Crystal sem littli eineygða skrímslið, Steve Buscemi var sannfærandi sem hinn lævísi og ílli Randall Boggs en mér fannst ekki alveg röddin og karakterinn ganga saman. Myndin er eins og allar tölvuteiknaðar myndir eða á ég að segja teiknimyndir nú til dags með mikið af bröndurum og uppátækjum. Í Monsters.Inc fáum við alveg fullt af gaman og glensi en eftir miðbik myndarinnar verður ævintýrið og spennan í myndinni yfirgnæfandi líkt og í flestum Disney myndum en það er einmitt það sem gerðist ekki í Shrek.
Þó ég nefni nokkur atriði sem mér hefði fundist hefði mátt laga þá er myndin í sjálfu sér frábær ævintýramynd og á hún á að mestu til alveg skilið einkunnina sem hún er að fá á imdb.

Monsters.Inc er frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa og verða allir að sjá hana við tækifæri. Ég vil líka nefna að ég var komin það lang á leið með þessa grein þegar ég kom auga á hina Monsters.Inc umfjöllunina að ég bara varð að birta þessa líka.

Monsters.Inc ***