You´ll never wiez in this town again! Pauly Shore er ungur leikari sem flestir ættu nú að þekkja. Hann er stjarna myndanna Bio-dome, In the army now, Son in law og Jury duty. Í þeim leikur hann nú oftast alveg eins karaktera (sem er útaf fyrir sig ekkert svo slæmt) en það eru mjög vitgrannir menn sem redda öllu, alveg óvart í lokin. Ekkert hefur sést til hans í nokkurn tíma og eru eflaust margir sem velta því fyrir sér hvað hann hefur er að stússa. Hér er svarið! Pauly hefur verið að leika í mynd um sjálfan sig, skrifaða og leikstýrða af honum sjálfum. Afrekið heitir því skemmtilega nafni You´ll never wiez in this town again.

Söguþráður: Pauly Shore hefur tapað öllu, peningunum, húsinu, enginn í Hollívúdd vill koma honum á framfæri, hann flytur heim til foreldranna og vinnur við að leggja bílum. En eina nóttina, þegar hann situr á háaloftinu hjá mömmu sinni, kemur til hans löngulátin Hollívúdd stjarna sem segir honum að fremja sjálfsmorð því að þá muni hann deyja sem enn einn snillingurinn í grínbransanum sem dó fyrir aldur fram. Pauly fylgir þessu góða ráði til hálfs og feikar eiginn dauða. Og eins og dauða stjarnan spáði verður allt vitlaust. Fræga fólkið er að tala um hann á MTV og stelpur að berjast um hann á Jerry Springer. Þetta er allt sem að hann vildi, planið virkaði. En viku seinna hefur löggan verið látin vita um samverustað hans og hún brýtur niður hurðina á subbulega mótelinu þar sem hann hafði gist og hendir honum á væng fræga fólksins í fangelsinu í LA.

Það sem er sérstakt við þessa mynd er ótrúlegur listi frægra gestaleikara sem fram koma í myndinni:
1. A.J. Benza (“Mysteries & Scandals”)
2. Jaime Bergman (“Son of the Beach”)
3. Wes Borland (Limp Bizkit)
4. B-Real (Cypress Hill)
5. Todd Bridges
6. Earl Brown (“There's Something About Mary”)
7. Tommy Chong
8. Ellen DeGeneres
9. Andy Dick
10. Snoop Dogg
11. Dr. Dre
12. Rick Ducommun (“The Burbs” with Tom Hanks)
13. Jerry Dunphy
14. Fred Durst (Limp Bizkit)
15. Perry Farrell (Jane's Addiction)
16. Charles Fleisher (Voice of Roger Rabbit)
17. Heidi Fleiss
18. Hanson
19. Gerardo (“Rico Suave”)
20. Whoopi Goldberg
21. Dexter Holland (The Offspring)
22. Clint Howard
23. Kato Kaelin
24. Carl LeBove (“Outlaws of Comedy”)
25. Tommy Lee
26. Kurt Loder (MTV)
27. Mark McGrath (Sugar Ray)
28. Jay Mewes (“Clerks”, “Dogma)
29. Sean Penn
30. Matt Pinfield (MTV)
31. Sally Jesse Raphael
32. Chris Rock
33. Sam Rubin
34. Mitzi Shore (Pauly's mom)
35. Sammy Shore (Pauly's dad)
36. Tom Sizemore
37. Jerry Springer
38. Ben Stiller
39. Carrot Top
40. Verne Troyer (”Mini-Me")
41. Montel Williams
42. Vince Vaughn

Á heimasíðu myndarinnar segist hann hafa fjármagnað myndina að mestu leyti sjálfur svo að þetta er dágóð áhætta sem að hann er taka þarna.