Alls tóku þátt 9 hugarar sem mér þykir alls ekki nógu gott og ég vil fá að sjá mun meiri þáttöku í næstu trivium. En einnig vil ég byðjast afsökunar á þessum töfum sem orðið hafa á úrslitunum.

Killy – 7
Kobbain – 6
Voidroid – 7
Drekafluga – 6
THT3000 – 5
Donnie Darker – 6
Arihrannar – 7
Arnarj – 9
Thedoctor – 6


1. Spurt er um leikara. Faðir hans er af portúgölskum, kínverskum og havaískum ættum en móðir hans er ensk. Þessi leikari þurfti að læra yfir 200 bardagahreyfingar fyrir eina mynd sem hann lék í en í þeirri mynd þarf hann að bjarga mannaheimum frá útrýmingu. Hvaða leikari er þetta?

Það er stórleikarinn Keanu reeves og myndin er að sjálfsögðu The Matrix.

2. Spurt er um ártal. Þetta ár er talið vera það “svartasta” í sögu Óskarsverðlaunanna, Jack Lemmon kveður þennan heim og litlir hobbitar leggja af stað í langferð.

Það er herrans árið 2001.

3. Spurt er um leikkonu. Hún var fyrst tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 1977. Hvort hún hefur unnið Óskar eða ekki fylgir ekki sögunni. Hún hefur leikið á móti köppum á borð við Mel Gibson, Anthony Hopkins og Forest Whitaker. Hver er leikkonan?

Þetta er hin bráð magnaða leikkona Jodie Foster, sem lék m.a. Clarice Starling í
The Silence of the Lambs á móti Anthony Hopkins.

4. Orðarugl. Raðaðu orðunum saman og þá kemur út heiti á kvikmynd. TEARNELIOLB UCYTRLE.

Þetta er rómantíska gaman myndin Intolerable Cruelty með þeim George Clooney og Z-Jones frá árinu 2003.

5. Hvaða leikari heitir réttu nafni John Charles Carter?

Það er hinn gamal kunni Charlton Heston.

6. Spurt er um þríleik. Myndirnar eiga það sameiginlegt að byrja á atriði sem á eftir að hafa mikil áhrif á persónur myndarinnar. Í fyrstu myndinni tengist þetta atriði flugvél, í annarri gerist það á hraðbraut en í þriðju í rússíbana. Hvað heita þessar myndir?

Þetta er Final Destination þríleikurinn sem um ræðir hér.

7. Hvað eiga myndirnar Dazed & Confused, A Scanner Darkly og The School of Rock sameiginlegt? (Ath: Aðeins verður gefið rétt fyrir visst svar, það þýðir að það er ekki rétt svar að segja t.d. “Engin þeirra vann Óskarsverðlaun”.)
Það er sami leikstjóri sem leikstýrði þessum ágætu myndum. Richard Linklater heitir hann.,
8. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot? http://i26.photobucket.com/albums/c144/peturp/Trivia-3-1.jpg

Þetta er myndin Magnolia.

9. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?
http://i26.photobucket.com/albums/c144/peturp/Trivie-3-2.jpg

Þetta er drama myndin Lilja-4-ever.

10. Hver er þetta? Sjálfsögðu Michael Bay
http://i26.photobucket.com/albums/c144/peturp/Trivia-madur.jpg

Þetta er folinn hann Michael Bay.