Loksins kemur þessi grein. Málið er nefnilega að ég save-aði Triviuna á kolvitlausum stað og fann hana ekki aftur fyrr um daginn. Það tóku frekar fáir þátt.

arnarj … 9
anarchist … 7
(_____) … 6 *
Rosebud … 5
THT3000 … 4 1/2
kobbain, Giz, kuroneko … 2
DrHaHa … 1

* Þegar við fáum svör sendum við svörin áfram á annan account, mjög svo leynilegan, svo að við getum haft öll svörin á einum stað. Einstaka sinnum gerist það svo að þegar “Svara” takkinn er valinn, þá birtist ekkert í glugganum þannig ég þarf að copya nafnið (og svörin) með skeytinu svo að ég viti hver á svörin. Ég hef greinilega gleymt að copya nafnið þarna en sá sem á þetta svaraði spurningu 6 svona: “Hlýtur að vera John Woo en ég hef ekki hugmynd um hvaða mynd þetta er.” Step forward, son.


1. Spurt er um leikara. Hann kemur úr þekktri kvikmyndafjölskyldu og ber nafn fjölskyldunnar. Þegar hann ákvað að verða leikari seint á sjöunda áratugnum, breytti hann eftirnafninu því hann vildi skapa sér nafn sjálfur. Frændi hans og frænka hafa bæði unnið Óskarsverðlaun. Hver er leikarinn?

Það á að vera á allra vörum að Nicholas Cage heitir í raun Nicholas Kim Coppola. Francis Ford Coppola (The Godfather, Apocalypse Now) er föðurbróðir Nicholas Cage. Dóttir Francis Ford er Sofia Coppola en þau hafa bæði hlotið Óskarsverðlaun eins og tekið var fram í spurningunni.

2. Leikstjóri einn hefur náð töluverðum árangri þrátt fyrir að hafa aðeins leikstýrt tveimur myndum sem eru báðar í svipuðum dúr. Myndirnar eru báðar grínmyndir og fjalla um samskipi karla við kvenkynið. Nýrri myndin er tiltölulega nýkomin út í BNA og komu vinsældir hennar mönnum í opna skjöldu en hún segir frá partýljóni sem verður fyrir því “óláni” að barna konu. Hvað heita þessar myndir?

Myndirnar heita The 40 Year old Virgin og Knocked Up og eru eftir Judd Apatow.

3. Spurt er um leikara. Hann hefur leikið geimveru tvisvar sinnum og einnig lögfræðing. Hann hefur ávallt verið í aukahlutverkum en samt sem áður er töluvert virtur leikari, sem eflaust má þakka vinsælum gamanþáttum sem hann hefur leikið í undanfarin ár. Hver er leikarinn?

Þetta er Tony Shalhoub, aka Monk-kallinn. Hann hefur leikið allan andskotann en hefur farið á kostum í Monk undanfarin ár.


4. Spurt er um leikstjóra. Þegar hann var að byrja ferilinn skapaði hann sér gott orð í myndbandageiranum. Hann tók að sér mjög krefjandi verkefni þegar hann leikstýrði mynd í hryllingsmyndaseríu og þótti hún ekki standa undir væntingum. Næsta mynd hans kom honum hins vegar á kortið og er í dag einn virtasti leikstjóri sinnar kynslóðar. Hvaða leikstjóra er spurt um?

Leikstjórinn heitir David Fincher. Myndirnar sem mist er á eru Alien3 og Se7en.


5.Leikkona ein hefur ljáð prinsessu rödd sína í vinsælum myndum sem inniheldur heldur kjaftforan asna. Leikkonan er ein sú tekjuhæsta í Englaborginni þrátt fyrir að hafa aldrei sýnt neinn stjörnuleik. Hver er leikkonan?

Þessi var gefins, Cameron Diaz.

6. Asískur leikstjóri var orðinn að goðsögn í heimalandi sínu áður en hann fluttist til Draumaborgarinnar og hóf kvikmyndagerð þar. Mynd númer tvö og þrjú sem hann gerði þar skörtuðu sama leikara í einu aðalhlutverkanna. Síðasta myndin sem hann gerði áður en hann hóf að gera enskumælandi kvikmyndir er löngu orðin klassík og við spyrjum, hvað heitir hún?

Leikstjórinn er John Woo. Hann fór til Hollywood og gerði Broken Arrow of Face/Off með John Travolta en síðasta mynd hans á kínversku heitir Hard Boiled.

7. Hann var með cameo í Zoolander. Fimm árum áður lék þessi maður í ævintýra/ofurhetjumynd í anda Indiana Jones þar sem hann klæddist mjög svo hallærislegum búning, fjólubláum að lit. Hvaða leikari er þetta og hvað heitir myndin?

Leikarinn heitir Billy Zane og myndin er The Phantom.

8. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot? http://i26.photobucket.com/albums/c144/peturp/Trivia–man.jpg

City of God.

9. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot? http://i26.photobucket.com/albums/c144/peturp/Trivia.gif

Hér er skjáskot úr gangaslagnum margfræga, myndin heitir Oldboy.

10. Hver er þetta? http://i26.photobucket.com/albums/c144/peturp/Trivia-yoyosiggalaf.jpg

Þetta er John Carpenter. Hann hefur leikstýrt myndum á borð við Halloween, Escape from New York, The Thing og fleirum.