Gæsapartý er mynd eftir Böðvar Bjarka Pétursson. Fólk ætti að vita hver hann er. Gæsapartý er sýnd í háskólabíó. Þetta er ódýrasta íslenska mynd sem gerð hefur verið, tekinn upp með DV-vél og á 5 dögum. Það er bara einn atvinnuleikari í myndinni og það er hann Magnús Jónsson, hinir leikararnir eru´konur úr Borgarfirði og af Akranesi.

Ég fór á Gæsapartý í gær, það var troðið. Ég þurfti að standa, ég hef aldrei þurft að standa í bíói áður. Það var s.s. fólk í bíó í gær.
Gæsapartý er um stúlku sem er að fara að gifta sig, hún er í sértrúarsöfnuði. Vinkonur hennar vilja samt halda fyrir hana gæsapartý. Svo gerast hlutir, sem ég vil helst ekki fara nánar út í.
Myndir Böðvars Bjarka hafa verið nokkuð ruglingslegar og þessi er ekki eins ruglingsleg en er svona smá eitthvað. Í heild er þessi mynd alveg þokkaleg. En eitthvað vantaði. Ég vil helst ekki vera að segja neitt mikið um þessa mynd, fólk þarf helst að sjá hana og dæma sjálft.