Donnie Darko Donnie Darko er fyrsta kvikmynd Richard Kelly en hann skrifaði einnig handritið að þessari kvikmynd og er það jafn framt fyrsta handritið að kvikmynd sem að hann gerir.

Donnie Darko fjallar um ungan dreng Donald Darko (Jake Gyllenhaal) sem á sér sögu geðræna vandamála. Ástæðan fyrir geðveilunum er ókunn en hann er látinn taka pillur við þeim og fer til sálfræðings einu sinni í viku. Kvöld eitt þegar Donnie er sofandi byrjar hann að ganga í svefni, leið hans liggur út á veröndina að húsinu hans þar sem hann hittir frekar drungalega kanínu á stærð við mann.
Kanínan leiðir hann að golfvelli í grendinni þar sem Donnie eyðir nóttini. Morguninn eftir þegar Donnie vaknar fer hann heim til sín en til mikillar undrunnar hefur flugvélarhreyfill úr Boing 747 flugvél lennt í herberginu hans. Eftir þetta atvik byrjar Donnie að hugsa mikið um lífið og tilveruna t.d afhverju erum við hér? Er hægt að ferðast fram og aftur í tímann? Er svar við öllu? ef eitthvað sé nefnt. Smátt og smátt byrja draumar Donnies og veruleikinn að blandast saman og hittir hann skuggalegu kanínuna oftar. Donnie byrjar að vera hættulegur í garð annara og sjálfan sig en hvort að allt sem að hann er að ganga í gegnum þíði eitthvað eða tengist flugvéla slysinu er ráðgátan.

Donnie Darko er án efa “Mind buggling” mynd eins og ég kýs að kalla það. Myndin er verulega þungmelt og fáum við mikið af þungum spurningum sem ekki allir geta svarað en allir hafa sína skoðun á málunum. Í myndinni sjáum við Drew Barrymore sem Karen Pomeroy ensku kennara Donnies og Noa Wyle sem Dr. Monnitoff Raungreinakennara hans. Allir hafa eitthvað hlutverk í myndinni og tengjast öll hlutverkin myndinni á einhvern hátt eða á engan hátt. Það sem ég er að segja er kannski dáldið skrítið en þið skiljið mig vonandi þegar þið sjáið myndina. Varðandi leikaranna þá standa sig allir mjög vel og þar á meðal er Jake Gyllenhaal frábær í hlutverki Donnies. Myndatakan og öll önnur atriði eru vel unnin og þar komum við að handritinu. Handritið hjá Richard Kelly er greinilega vel út hugsað og byggir hann það á ýmsum hugmyndum sem heimspekingar hafa komið með og hans eigin hugmyndir. Ef næsta verkefni hans verður eitthvað í líkingu við þessa mynd þá hlakkar mig til.

Engin kvikmynd hefur látið mig hugsa eins mikið og Donnie Darko frá því síðast að ég sá Memento. Myndin er eins og ég sagði þungmelt og er mikil hugmyndafræði í henni sem maður þarf að glugga í bækur til þess að skilja betur. Ég er ekki búinn að skilja alla hlutina í myndinni en ég ætla mér að sjá hana aftur og aftur þar til ég kemst í botni mála en bennt hefur verið á að fara á www.donniedarko.com því þar eigi mörg svör við myndinni að leynast en í raun er heimasíðan það flókin að ég hef sjálfur hef aðeins getað fengið brot af því sem ég vonaðist til að finna svör við.

Donnie Darko er frábær mynd sem ég mæli með að allir horfi á en ég vil ekki ræða mikið meir um hana fyrr en hún verður frumsýnd hér á landi. Donnie Darko fær *** ½ stjörnu hjá mér en þegar ég sé hana í annað sinn er ég alveg viss um að hún eigi þessa hálfa stjörnu í viðbót skilið og þangað til bíð ég spenntur eftir henni í bíó.