Margir búast við miklu af þessari mynd af sumum ástæðum. Þegar ég sá fyrst að það ætti að gera þessa mynd um hnefaleikakappann Muhammed Ali fannst mér alveg afleitt að Will Smith léki Ali sjálfan. En Will Smith hefur aldeilis ekki verið að gera það gott í kvikmyndabransanum upp á síðkastið. En leikstjórinn sem hann fær er sjálfur Michael Mann en hann á að baki myndirnar Manhunters, Heat og The Insider sem allar voru mjög góðar. Þeir sem leika aðalhlutverkin með Will eru Jamie Foxx og Jon Voight. Jamie Foxx er nú enginn stórleikari en það er allt önnur saga segja um Jon Voight hann hefur leikið í frábærum myndum á sínum ferli á borð við Midnight Cowboy, Coming Home og The Rainmaker. Ef Jamie Foxx og Will Smith eiga eftir að standa sig í stykkinu á myndin örugglega eftir að verða ein besta mynd ársins. En ég ætla samt ekki að verða of viss um það því ég hélt að Pearl Harbor yrði langbesta mynd ársins en er að mínu mati versta mynd ársins hingað til.

ps. Ég veit ekki hvenær Ali verður frumsýnd á Íslandi en vonandi verður það mjög fljótlega