Nýr Panasonic DVD spilari, DMR-E20, þykir vísa leiðina til framtíðar þegar klunnalegar
myndbandsspólur heyra sögunni til. Kvikmyndir í DVD hafa eins og allir vita mikla
yfirburði við VCR eða hefðbundin myndbönd, bæði hvað varðar myndgæði og hljóð. Eini
ókosturinn hingað til hefur verið sá að ekki er unnt að taka upp á DVD spilara en verið er
að þróa tækni til að slíkir spilarar geti einnig tekið upp í DVD gæðum. Nýi Panasonic
spilarinn kostar reyndar um þúsund dollara eða rúma milljón íslenskra króna. Viðbúið er
hins vegar að verðið á þessum kostagripum lækki á næstu tveimur til þremur árum.