Nú er það orðið ljóst að tökur munu byrja á Terminator 3 í júlí 2002. Áætlað er að hún verði frumsýnd sumarið 2003. Kostnaður er áætlaður að vera um 160 milljón dollarar. Það er nú bara ekkert smá mikið, t.d kostaði Pearl Harbor “aðeins” 135 milljónir dollara. Þetta er met kostnaður við bíómynd sem er ákveðinn fyrirfram. Þótt Titanic hafi á endanum kostað um 200 milljónir þá átti hún að kosta rúmlega 100 milljónir.

Arnold mun leika Tortímanda að venju enda ekki hægt að gera svona mynd án hans. Það sem verra er það að James Cameron mun ekki leikstýra myndinni en hann gerði einmitt handritin af hinum myndunum tveimur og leikstýrði þeim einnig. Ástæðan er sú að James telur að að hann hafi ekkert meira að segja. Hann lítur þannig á þetta að verkefnið sé búið. Framleiðendurnir hafa fengið Jonathan Mostow til að leikstýra myndinni. Ég get nú ekki sagt að ég sé ánægður með þetta en hann hefur gert myndir á borð við U-571 og Breakdown(sem var mjög fínn vegatryllir). Ég held bara að hann sé ekki rétti maðurinn í að leikstýra svona stórmynd. Ég hef lesið einn dóm um handritið og var það sagt ekkert sérstakt(enda Cameron víðsfjarri). Talið er að myndin muni fjalla um baráttuna við Skynet(tölvuna sem stýrir vélmennunum) og verður þetta þá eitthvað rosa framtíðarstríð. Ekki er búið að finna vonda tortímandann en nafn eins og Vin Diesel hefur heyrst nefnt. Einnig hefur verið orðrómur um að vondi tortímandinn verði kona. Persónulega yrði ég ánægðastur með Diesel.

Hvað finnst ykkur annars? Á þriðja myndin eftir að vera góð án James Camerons sem skapaði þennan heim?