Terminator 2: Judgment Day - The Ultimate Edition Um daginn keypti ég mér nýjustu útgáfuna af Terminator 2 og ber þessi útgáfa sama nafn og titillinn hér að ofan bendir til, ég hafði séð myndina oft áður en einhvern veginn gaf ég mig aldrei til þess að kaupa hana. Þar sem að þetta er nú frábær mynd og nánast skyldueign í safnið dreif ég mig í dag og fjárfesti í þessari flottu útgáfu á aðeins 2200kall í Elko. og hér í þessari grein mun ég fjalla aðeins um innihald þessara magnaða disks.

Myndin:

Leikstjórn: James Cameron
Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Linda Hamilton, Edward Furlong, Robert Patrick, Joe Morton

Myndin sjálf er lengd um tæpar 20 mínútur og eru þessar aukasenur ansi áhugaverðar að mínu mati. Og fyrir utan þessar aukasenur er búið að gera diskinn ansi flottann, það er frábært hljóð, flott mynd(screen) og allt þetta sem þarf til að hafa góð gæði á DVD disk.
Lengdu senurnar eru sumar langar sem og stuttar, í þeim er ma. farið nánar út í “persónuleika” tortímandans (Schwarzenegger) og sýnd eru fyndin atriði milli John (Furlong) og tortímandans, þar er einnig gefið smá skot inn í líf Miles Dyson (Morton), einnig kemur Michael Biehn fyrir í smáhlutverki sem Reese úr T1, og er það flott sena þar sem hann segir Söruh Connor (Hamilton) að nú sé sonur hennar skotmarkið.
Líka er sýnt nánar á geðveikrahælinu sem Sarah dvelst á í byrjun myndarinnar, hversu mikil kúgun er þar og hversu illa er farið með hana og svo eru ansi flottar lengdar stuttsenur með T-1000 þar sem tæknibrellur fá að njóta sín.
Í heildina yfir litið er myndin sjálf ansi flott á þessum disk, þessar aukasenur sem eru á honum eru kannski ekkert mikilvægari fyrir myndina eða áhorfandann og breyta heldur engum staðreyndumum myndina eins og sumar lengri útgáfur gera heldur er það bara gaman að sjá þær, það koma td. koma skemmtilegar hugmyndir inná milli og gerir þetta allt saman mjög áhugavert.

Aukaefni:

Yfir 6 klukkutímar af aukaefni eru á disknum og er sumt af þessu aukaefni skemmtilegt en annar er eitthvað sem maður nennir ekki að horfa á, meðal alls þessa eru stuttir þættir um gerð myndarinnar, einnig er hægt að horfa á stuttmyndina T2 3-D: Battle Across Time og smá aukaefni um gerð þeirrar myndar.
Viðtör eru við alla helstu leikara myndarinnar, einnig við nokkra af leikurum úr T1 og T3 sem gaman gæti verið fyrir marga að sjá, anna<rs verð ég aðviurkenna að ég er ekki búinn að kíkja mikið á aukaefnið svo að ég get ekki sagt mikið meira um það.

Niðurstaðan er sú að ef þið eruð mikið fyrir þessar myndir,þá wer um að gera að kíkja á þessa útgáfu, hrein snilld og gaman að sjá ný atriði sem maður hefur aldrei séð fyrr, kemur með nýjar hugmyndir um myndina o.s.frv. Svo er aukaefnið líka skemmtilegt og ég mæli eindregið með öllum þessum pakka.