Ghost Rider: 2-Disc extended cut Plot:
Ein ein ræman frá Marvel er komin út á DVD. Nú er það Ghost Rider sem brunar á skjáinn. Hef ekkert eiginlega vitað af honum fyrr en nú. Nicolas Cage leikur Johnny Blaze sem framkvæmir stunt atriði á mótorhjóli. Hann selur djöflinum(Peter Fonda) sál sína fyrir lækningu á föður sínum sem er að deyja úr krabba. Gerist Þannig Ghost rider sem er sálarveiðari fyrir djöfulinn. Þegar bæði æskuástin hans og Blackheart(Wes Bentley) sonur djöfulsins sem reynir að taka yfir ríki föður síns, flækjast málin. Johnny Blaze þarf nú að bretta upp ermarnar og reyna að halda í ástina sína ásamt því að berjast við Blackheart.

Þessi mynd var ákveðin vonbrigði í bíói. Var með Daredevil floppið í huganum þegar ég var búinn að sjá þessa mynd. Þegar þessi útgáfa kom út vonaðist ég að þessar extra 17 mín sem myndin lengdist um ,bjargaði henni eins director´s cut á Daredevil gerði en nei. Myndin nær ekki þeim standard. Myndin er kraftlaus, þar sem söguþráðurinn og illmennið virkaði ekki sem skildi.

Myndin: Kemur í 2.40:1 anamorphic og heppnast færslan mjög vel. Litur er skarpur og er nánast gallalaus.

Hljóð: Enska 5.1, DTS og Franska 5.1. Hljóðið er frábært og tónlistin kemur sérsaklega vel út í DTS. Ásamt commentary frá leikstjóra og Brellumeistara myndarinnar

Aukaefni: 3 þættir um gerð myndarinnar: Spirit of vengeance,spirit of aventure, spirit of execution

Sin & salvation: futurettes chronicling

40 years of ghost rider: sem er saga ghost rider í hasarblöðunum.

animatics

Niðurstaða: Þetta er flott útgáfa á máttlausri mynd. Góður pakki fyrir gallharða aðdáendur, en fyrir hina ræð ég þeim að leigja sér hana.